Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Page 122
122
alþýðusögum og lilýddi ákveðnum lögum. Tveir eru taldir
i mörgum sögum og lielzt þaimig, að þeir séu andstæður
að skapgerð, breytni og örlögum: Tveir ólíkir synir, sem fað-
irinn biður að vinna í víngarði sinum, tveir synir, sem fara
sína götuna livor, annar lil fjarlægs lands frá föður sínum
og sóar arfi, en Iiinn starfar heima, tveir skuldunautar og
tveir fJokkar brúðarmeyja. Eða þrir eru taldir, eða jafnvel
fjórir, og þá oft þannig, að böfuðáherzlan er lögð á frá-
sögnina um hinn síðasta. Presturinn og Levítinn ganga fram
bjá, en Samverjinn líknar særða manninum. Kærleiki bans
og umhyggja verður enn bjartari við þann samanburð. Tveir
trúir þjónar ávaxta vel pund búsbónda síns, en binn þriðji
er duglaus og latur og grefur pund hans í jörðu. Þrisvar sinn-
um sendir víngarðseigandinn sendimenn til vínyrkjanna til
þess að taka við leigu eftir víngarðinn, en síðast sendir liann
elskaðan son sinn — á því hvílir áberzluþunginn. I þrenns-
konar sáðjörð fer sæðið forgörðum, við veginn, á klöpp,
meðal þyrna — en að lokum fellur það i góða jörð og ber
dýran ávöxt. Jesús beitir einnig lögum endurtekningarinnar
til þess að rista ábrifin enn dýpra í björtun. Tvisvar sinnum
ber glataði sonurinn fram þessa auðmjúku játningu: „Faðir,
eg befi syndgað móti bimninum og fvrir þér.“ Og tvisvar
lýsir faðirinn fögnuði sínum með þessum orðum: „Þessi son-
ur minn (bróðir þinn) var dauður, og er lifnaður aftur, hann
var týndur og er fundinn.“
Þegar nú alls þessa er gætt, og jafnframt tekið tillit
til þess, að það var píslarsagan og orð Jesú, sem kristnir
menn mátn mest —■ þái verðnr það ekki of djörf ályktun,
að fyrir og um árið 50 hafi verið til söfn af orðum Jesú
víðsvegar meðal frumkristninnar. Þau hafa þá vísast ekki
enn verið orðin stór. En úr því stækka þau brátt. Eigend-
ur þeirra bæta við þau fleiri og fleiri orðum, sem Jesús
hafði sagt. Smásöfn eru felld saman í önnur stærri og'
þau lesin við safnaðarguðsþjónusturnar. Dæmisögur eru
flokkaðar saman. R myndast.
„Dæmin.“
Þótt frumkristnin hafi metið meir að safna orðum Jesú
en sögum um bann, þá er þess að minnast, að „dæmin“