Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Síða 123
123
standa þar á mörkununi. Orð Jesú ern kjarni margra þeirra.1)
Þau voru aðeins felld í þessa sögulegu umgerð, gimsteinarnir
greyptir í men. Þegar menn því minntust orðanna, fylgdi
sagan með. Sönm hvatirnar, sem réðu því, að orðum Jesú
var safnað, urðu þess einnig valdandi, að tekið var að safna
„dæmunum“. Þau höfðu einnig að geyma orð eilífs lífs og
áttu að verða mönnum regla og mælisnúra fyrir hreytni
þeirra. Þau hafa ekki verið lítil kvísl erfikenningarinnar,
heldur mynda þau og orð Jesú og píslarsaga lians sameigin-
lega liöfuðálinn. Það sést glöggt á því, hve mikið hefir varð-
veitzt af þeim iilutfalislega við annað efni guðspjallanna. Og
hak við það má enn sjá eins og í móðu, hvernig fjöldi fólks
hefir leitazt við að gevma þennan arf sem hezt og ávaxta
hann með því að gefa öðrum hann með sér. En þess er þó
ekki að dyljast, að meslur liluti „dæmanna" og orða Jesú
yfirleitt er hulinn mistri liðinna alda.
Engin ástæða er til þess að ælla, að þau „dæmi“, sem hafa
orð Jesú að þungamiðju, séu færð seinna í letur en fvrr segir
um orð hans almennt, því að sömu hvatirnar eru einnig ráð-
andi um það. Má gera ráð fyrir, að allmikið iiafi þegar verið
ritað um miðja 1. öld. Næsta stigið var að raða „dæmunum“
saman og flokka þannig, að þau veittu sem samfelldasta
fræðslu og yrðu scm öflugust til sóknar og varnar kristninni.
Með því móti vrðu þau áhrifameiri en hvert einstakt um sig.
Sennilega hefir niðurröðunin orðið svipuð eða samskonar
og á einstökum ummælum Jesú. Stundum liefir „dæmun-
um“ verið raðað eftir því, sem menn fengu um þau að vita
eða þau koniu í hug. En þau söfn er ekki auðið að þekkja í
guðspjöllunum, þar sem ])að dylst, hvorl guðspjallamaður-
inn liefir sjálfur ráðið niðurskipuninni eða einhver annar
á undan lionum. Öðru máli er að gegna um þau söfn, þar
sem raðað er eftir efni. Þessi hugmynd er ekki ágizkan ein,
svífandi í lausu lofti, því að í Mark. má sjá glöggvar menjar
þessháttar safna. I Mark. 2, 1—3, 6 er t. d. fimm „dæmum“
raðað saman og fast ofið, þannig að stígandi verður í frá-
sögninni. Mótspyrnan gegn Jesú og fjandskapur til hans
magnast meir og meir. I sögunni um lækningu laina manns-
ins kemur mótspyrnan ekki berlega í ljós, heldur l^ugsuðn
fræðimennirnir í hjörtum sínum: „Hví mælir þessi maður
svo? Hann guðlastar. Enginn getur fyrirgefið syndir nema
1) Sbr. bls. 93—94.