Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Side 126
burður hylur fyrir honum allan sögulegan kjarna. Önnur nið-
urstaða liggur þó sannarlega beinna við. Hliðstæðurnar við
lækningakraftaverk Jesú sýna það fyrst og fremst, að frá slik-
um lækningum er a;finlega skýrt með samskonar liætti, enda
eru atriðin, sem þarf að taka fram, hin sömu. Eða skyldi
lækningaundur verða ósannsögulegt við það, að hliðstæður
finnast að því? Svo er þess að gæta, að þrátt fyrir likinguna
er mikill munur á kraftaverkasögunum um Jesú og þessum
sögum. Blærinn er annar á hinum fyrrnefndu, þær eru fegurri
og háleitari, standa hinum langtum ofar.1) Sú staðreynd verð-
ur engan veginn fullskýrð með því, að smekkur frumkristn-
innar hafi verið svo mikJu betri og þroskaðri í þessum efnum
heldur en allra annara. Munurinn á rót sína að rekja til at-
burðanna sjálfra, sem sögurnar lýsa.
Tilgangurinn í upphafi með kraftaverkasögunum hefir af
mörgum verið talinn sá, að sanna með þeim guðlegan mátt
og tign Messíasar. Trúin á kraftaverkamátt lians hafi jafnvel
að meira eða minna leyti látið þær verða til. En þegar dýpra
er skoðað, sést það af sögunum, að Jesús vinnur ekki krafta-
verkin í því skvni að vekja trú, heldur er trúin nauðsynlegt
skilvrði þess, að liann geti unnið þau (sbr. Mark. 6, 5; 9, 14—
29). Hitt er annað mál, að kraftaverkið verðnr til þess að styrkja
veika trú og margir áhorfendur snúast stundum við það til
trúar. Þegar kvnslóð Jesú krafðist tákns af honum því til
sönnunar, að hann væri Messías, svaraði hann: „Eigi skal
henni annað tákn gefið verða en Jónasarláknið“. Og freist-
ingunni að kasta sér fram af musterisburstinni og koma niður
heill á hófi tók liann með orðunum: „Ekki skaltu freista drott-
ins Guðs þíns“. En þetta mvndi þó liafa verið talið Messíasar-
tákn, er tæki af allan vafa. Jesús líknaði og læknaði, af því
að liann kenndi í brjósti um þá, sem áttu hágt. t>að sýna krafta-
1) Til dæmis um þennan mun skal hér tilfærð kraftaverkasaga eftir
Jósefus sagnaritara Gyðinga:
„Ég sá einn landa minn, Eleasar að nafni, reka úr fólki illa anda, í
viðurvist Vespasíans og sona hans, liðsforingja hans og allra hermannanna.
Lækningaraðferð hans var þessi: Hann setti rótarbaug, þesskonar sem Saló-
mó nefnir, við nasir djöfulóða manninuin. Þvi næst dró hann illa andann
út um nasir lians. Maðurinn hneig ])á niður samstundis, og liann særði and-
ann að koma ekki framar inn i hann, minntist enn Salómós og endurtók
særingar sínar. Og þar sem Eleasar vildi sýna og sannfæra áhorfendurna
um ]iað, að hann hefði slíkt vald, ]iá setti Iiann skammt frá bolla eða skál
fulla af vatni, og skipaði illa andanum að fella, um leið og hann færi úr
manninum, og láta áhorfendurna þannig vita, að hann hefði yfirgefið
hann“ (Jóscfus: Antiquitates VIII, 2, 5).