Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Side 127
127
verkasögurnar sjálfar bezt. Og tilgangur frumkristninnar með
því að segja þær var blátt áfram sá, að lýsa þessu starfi lians.1)
Þelta skiptir mjög miklu máli. Ef kraftaverkasögurnar hefðu
átt að sanna Messíasartign Jesú, þá stæði tæpt sögugildi þeirra,
en samkvæmt þessari skoðun eru þær sprottnar úr sögulegum
jarðvegi.
Skoðanir manna á kraftaverkum vfirleitt liafa að sjálfsögðu
liaft mikil áhrif á dóma þeirra um kraftaverk Jesú. Þeir sem
ekki trúa því, að kraftaverk gerist, telja auðvitað kraftaverka-
sögurnar um Jesú annaðhvort hugarburð frumkristninnar
eða þannig til orðnar, að eðiilegir alburðir hafi fengið j'fir sig
yfirnáttúrlegan blæ, verið misskildir og ýktir í frásögunum.
(Enda er því ekki að neita, að slikt kunni einhvers staðar að
koma fram). En vísindamennirnir eru nú að verða varfærnari
í slíkum fullyrðingum og hógværari. Ný heimsskoðun rís.
Eindin er ekki ódeili, heldur smáheimur út af fyrir sig,
nokkurskonar sólkerfi, mörkin eru liorfin milli efnis og
orku. Heimurinn er líkari voldugri hugsun en vél. Krafta-
verk geta átt sér stað, þegar viss skilyrði eru fyrir iiendi.
Það brýtur livorki í hág við vísindi né heimspeki. Kraftaverk
gerast sannanlega enn í dag. Og hví skyldi Kristur ekki liafa
megnað að gera golt með undursamlegum mælti sínum og
græða alla, sem treystu honum?
Þegar þannig er litið á kraftaverk Jesú sem staðreyndir2)
og kraftaverkasögurnar sem sagnfræðilegar heimildir, þá er
það auðsætt, að þær liafa mótazt og þróazt eftir sömu lögum
eins og önnur erfðakenning um Jesú. Þó er sá munur á, að þær
eru lengur að ná ákveðinni feslu, þar sem ekki er jafnmikil
áherzla á þær lögð eins og píslarsögu Jesú og orð hans, og
þar af leiðandi munu þær eimiig vera færðar seinna í lelur.
Þær kraftaverkasögur, sem eru „dæmi“ að forminu til, bafa
verið sjálfstæð lieild hver um sig eins og önnur „dæmi“ og
gengið þannig mann frá manni langa hríð, áður en liugsað var
til þess að skrásetja þær. Lengri og fyllri sögurnar munu fyrr
ritaðar. Þelta Iiefir dulizt guðfræðingunum, unz það hefir
runnið upp fvrir nokkrum þeirra, er leg'gja stund á myndunar-
1) Sbr. bls. 25.
2) Hér er átt við kraftaverk Jesú yfirleitt, en ]>vi ekki baklið fram, að
hvert kraftaverk, sem segir frá i guðspjöllunuin, hafi gerzt raunverulega.
Ég efa, að svo sé um ýms náttúruundrin, tel þau heldur „dæmi“ (Matt.
17, 24—27), likingu (Lúk. 5, 1—11), dæmisögu, er brevtzt hafi í meðförum
'"Mark. 11, 12—14), lielgisögu (legendu) (Matt. 27, 51 b—53).