Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Blaðsíða 130
130
burðum, sem gerzt hafa í Kapernaum, en bersýnilega líður
lengra í milli en í guðspjallinu segir.1 2) Þessi niðurskipun er
þannig ekki upphafleg, og ólíklegt, að Markús hafi skrifað
svo eftir Pétri.-) Mun því hér um sjálfstætt safn að ræða,
sem guðspjallamaðurinn tekur upp. Enn glöggvar sést, að
samskonar sjálfstæð söfn liggja til grundvallar kaflanum
Mark. 6, 30—8, 26.3) Og víða má finna menjar um smærri
söfn, þar sem frásögum er raðað saman af því, að atburð-
irnir eru taldir gerast á sömu slóðum eða um sömu mundir.
T. d. eru sterkar líkur fyrir því, að viðræður Jesú og' læri-
sveina hans um Messiasartign hans nálægt Sesareu Filippí og'
ummyndun lians liafi verið samfelld frásögn út af fvrir sig
þegar áður en guðspjöllin eru færð í letur. Nánasta sam-
hand er í milli. Tímaákvörðunin, þegar ummyndunin verð-
ur, er miðuð við samræðurnar áður: „En eftir sex daga tek-
ur Jesús þá Pétur, Jakoh og Jóhannes með sér og fer með
þá, og ekki fleiri, upp á hátt fjall . . .“ Hún mun eldri en svo,
að guðspjallamaðurinn liafi sett liana, því að ummyndun
Jesú hefir mjög fljótt verið skoðuð sem staðfesting Guðs á
játningunni við Sesareu Filippí: Þú ert Kristur.
Þannig hneig allt liægt og liægt í þá átt, að stór heildarrit
yrðu til, guðspjöllin.
Á fljótinu mikla sér sumstaðar straumhrot og rastir. Og
er það eðlilegt, að nokkur ósamhljóðan komi fram, þar sem
liugir svo margra mynda farveg erfikenningarinnar. Stund-
um er sagt með dálítið misjöfnum hætti frá sömu sögu eða
ræðu, eða merkingin í orðum Jesú hreytist eitthvað við það,
að þau eru lilfærð í ólíku sambandi, eða skilningur manna
mótar þau,4) eða liugsanaafl þeirra kemur til. Að vísu var
minnið þá trúrra en nú og lærisveinar Jesú engu síður en
1) Þegar Jesús kallar 4 fyrstu lærisveina sína, eru þeir við vinnu, með
öðrum orðum, atburðurinn gerist ii virkum degi. En á eftir stendur: „Og
þeir fara inn i Iíapernaum, og þegar i stað gekk Jesús á hvildardeginnm
inn í samkunduliús þeirra og kendi“. Þetta fær ekki staðizt þannig. Dagur
eða dagar hljóta að líða í milli.
2) Sbr. bls. 16; 170.
3) Sbr. bls. 53; 171—172.
4) Eitthvcrt allra skýrasta dæmi þess eru ummæli Jesú um súrdeig
Fariseanna. í Mark. 8, 15 hljóða þau þannig: „Gætið þess að vara yður á
súrdeigi Faríseanna og súrdeigi Heródesar". Er þar bersýnilega átt við vax-
andi batur og ofsókn frá beggja hálfu. í Lúk. 12, 1 stendur: „Varist súr-
deig Fariseanna, sem er hræsni“. Og í Matt. 16, 6: „Varið yður á súrdeigi
Faríseanna og Saddúkeanna“, en i 12 versi er svo skýrt, að Jesús eigi með
]>essu orði við kenningu Saddúkeanna.