Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Side 141
141
(13, 1—11), lærisveininum elskaða (13, 23 nn o. v.), yfir-
heyrslunni lijá Annasi, lærisveininum, „sem kunnugur var
æðsta prestinum“, Steinhlaðinu og' ósaumaða kyrtlinum (18,
13, 16; 19, 13, 23), móður Jesú við krossinn (19, 25—27), og
síðusárinu (19, 31—37). Loks telur það eitt dánardag Jesú
aðfangadaginn fyrir páska (18, 28), en ekki sjálfan páska-
daginn eins og' Samstofna guðspjöllin, og leiðréttir þannig
frásögn þeirra.* 1)
Frásögnin um önnur æfiatriði Jesú virðist einnig mjög
óháð frásögu Samstofna guðspjallanna. Munurinn liggur þeg-
ar í augum uppi. í Jóh. er aðallega lýst starfi Jesú í Jerú-
salem. Hann kemur þangað um þrennar páskahátíðir (2, 13;
6, 4; 12, 1), á laufskálahátíðinni (7, 2) og vígsluhátðinni
(10, 22), en í Samstofna guðspjöllunum er aðeins sagt frá
einni komu lians þangað eftir að allslierjar starf lians hófst.
Þannig virðist allslierjarstarf Jesú liafa staðið lengur sam-
kvæmt Jóh. heldur en lesendur myndu álykta út frá Sam-
stofna guðspjöllunum einum. í .Tóh. er sagt frá því, að læri-
sveinar Jesú hafi þegar i upphafi trúað á Messíasartign
lians (shr. 1, 29 nn, 41 n, 45), en í Samstofna guðspjöllunum
en Jóh. og hinna Samstofna guðspjallanna, og það jafnvel í smáatriðum.
Helztu dæmi Jiess áður en píslarsagan hefst eru sem hér segir:
Lúk. 3, 15; Jóh. 1, 19 nn: Jóhanncs talinn vera Kristur.
Lúk. 3, 19 n; Jóh. 3, 24: Sagt frá fangelsun Jóhannesar, en ekki dauða hans.
Lúk. 4, 44; Jóh. 3, 22: Jesús starfar um land allt.
Lúk. 5, 1 nn; .Tóh. 21, 6 nn: Fiskidráttur Péturs boðar mannaveiðar.
Lúk. 6, 16; Jóh. 14, 22: Annar Júdas lalinn postuli.
Lúk. 7, 38; Jóh. 12, 3: Smurðir fætur Jesú, og þerraðir með höfuðhári.
Lúk. 9, 51; Jóh. 7, 1: Þegar þriðjungur er af ritinu, segir frá för Jesú til
Jerúsalem.
Lúk. 10, 38 n; Jóh. 12, 2 n: Sagt frá Mörtu og Maríu.
Lúk. 16, 30; Jóh. 11, 11 nn: Lazarus og upprisa dauðra.
Hér er að vísu ekki um orðasamhljóðan að ræða, en efnið er svo skylt og
efnismeðferð, að höf. Jóh. mun að líkindum hafa stuðzt við erfikenninguna,
sem liggur til grundvallar Lúk. Líkingin fer mjög vaxandi eftir því sem líður
á guðspjöllin.
í upprisufrásögunum er hún engu minni en í píslarsögunni, sbr. t. d.:
Lúk. 24, 12; Jóh. 20, 3—10: Pétur er vottur að því, að gröfin er tóm.
Lúk. 24, 36; Jóh. 20, 19: Jesús birtist hinum tólf á páskadagskvöld.
Lúk. 24, 39; Jóh. 20, 27: Jesús sýnir, að hann er líkamlega upprisinn.
Lúk. 24, 51; Jóh. 20, 17: LTppstigning Jesú.
1) Helztu rökin fyrir þvi, að Jóh. hafi rétt fyrir sér um dánardaginn,
eru þessi: 1. Mark. 14, 2 ^ Matt. 26, 5 eru í samhljóðan við Jóh. (sbr. bls. 96
—97). 2. Ráðsamkoma gat hvorki átt sér stað aðfaranótt páskadags né á
páskadagsmorgun. 3. Dómar voru eigi felldir á hátíðum. 4. Símon frá Kýrene
hefði ekki komið af akri á páskahátiðinni né Jósep frá Arímaþeu keypt lín-
klæði. Verzlun var bönnuð á hátíðisdegi. 5. Páll postuli virðist fylgja skoðun
Jóh. (1. Kor. 5, 7 sbr. 11, 23), ennfremur Talmud Gyðinga og Pétursguðspjall.