Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Qupperneq 142
142
bera lærisveinarnir fyrst fram játningu um þaö, er þeir liafa
verið um hríð í fylgd með Jesú. Enn má nefna það, að Jóh.
hefir musterishreinsunina i upphafi allsherjarstarfs Jesú,
og telur uppvakningu Lazarusar lilefnið til þess, að Jesú eru
brugguð banaráð. Þessi munur skýrist eðlilega og skilst við
tvennt. Annarsvegar hefir verið lögð misjöfn áherzla i söfn-
uðunum á ýmsa atburði í lífi Jesú, og erfikenning því mót-
azt í þessa átt í Efesus, er stundir liðu. Hinsvegar hefir guð-
spjallamaðurinn geymt sögurnar lengi í huga og hjarta áður
en hann tekur að færa þær í letur. Hann horfir á þær i Ijósi
lífsrej’nslu kristins manns og leitar djúprar táknrænnar
merkingar hak við þær. Hugsanir hans eru slíkar, að allt
verður þrungið lífi og litum, sem þær beinast að. Honum
er ekki mest vert um sögugildi atburðanna, beldur um það,
sem þeir boða og eru fyrirmynd að. Hann túlkar fagnaðar-
boðskapinn, sem þeir hafa að flytja, á þann hátt, er engum
var fært nema afburða snillingi.
Sama er að segja um kraftaverkasögurnar. Þær eru dýr-
legaslar í augum guðspjallamannsins fyrir það, að þær leiða
í ljós voldug andleg sannindi. Svo liefir liann sjálfur kennt.
Og í þá átt hefir erfikenningin beinzt meir og meir. Mettun
mannfjöldans boðar það, að Jesús er brauð lífsins(6.), lækn-
ing blindu (9.), að bann er ljós heimsins, og uppvakning frá
dauðum (11.), að hann er upprisan og lífið.
Orð Jesú i Jóh. eru ekki orð hans á nákvæmlega sama liátt
sem orð hans í Samstofna guðspjöllunum. Það sést bezt á
þvi, að blærinn yfir þeim er alveg hinn sami sem á orðum
guðspjallamannsins hæði i inngangi guðspjallsins og 1. Jóh.
Guðspjallamaðurinn hlýtur þannig að leggja eitthvað til
sjálfur. Auk þess er víða talsvert mikill munur á framsetn-
ingu orðanna og í Samstofna guðspjöllunum. Sumir liafa
jafnvel miklað hann svo fyrir sér, að þeir liafa talið flestöll
orðin, sem Jesú eru eignuð í Jóh., orð guðspjallamannsins.
En þegar nánar er aðgætt, sést skyldleikinn víða, samskonar
spakmæli, sama óviðjafnanlega dýptin i örfáum meitluð-
um orðum eins og í Samstofna guðspjöllunum. Nægir í því
sambandi að benda t. d. á orð eins og þessi: „Minn matur
er að gjöra vilja þess, sem sendi mig, og fullkonma hans
verk“ (4, 34). „Aflið yður ekki þeirrar fæðu, sem evðist,
heldur þeirrar fæðu, sem varir til eilífs lífs“ (6, 27). „Meiri
elsku hefir enginn en þá, að hann leggur líf sitt í sölurnar
fjTrir vini sína“ (15, 13). Svo er það ljóst, að sá, sem ritar guð-