Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Page 143
143
spjall til þess að vekja mönnunum trú á það, að Jesús sé
Kristur, lætur sér ekki nægja að flytja eingöngu sín orð í
stað orða Jesú. Höfundurinn leggur til grundvallar orð Jesú,
sem varðveitzt hafa í minni manna. En liann þræðir þau ekki
nákvæmlega, lieldur fer með þau líkt og lærðir Gyðingar
með lögmálið, þegar þeir sneru því af hebresku á aramaisku,
skýrðu það og lögðu út af því. Slíkt var alls ekki á neinn liátt
talin fölsun, heldur að með því móti kæmi sönn merking
orðanna bezt í ljós. Árum saman hafði guðspjallamaðurinn
hugleitt orð .Tesú, lifað sannleika þeirra, skyggnzt inn í djúp
þeirra, kennt þau, prédikað út af þeim. Hann gaf það aftur,
sem honum hafði verið gefið, eins og það hafði mótazt i hjarta
hans. Honum hefir ekki dulizt munurinn, sem var á fram-
setningunni á orðum Jesú hjá lionum og i Samstofna guð-
spjöllunum; en liann liefir verið sannfærður um það, að
hann nyti vegsagnar andans, sem myndi kenna allt og minna
á allt, sem .Tesús hefði sagt, og að liann skýrði lesendum sín-
um frá æðsta og dýrlegasta leyndardóminum, sem til væri,
leyndardóminum um veru Jesú, leiddi þá „í allan sannleika“.
„Dæmí“ má einnig finna í Jóh., en þau eru frábrugðin
„dæmunum“ í Samstofna guðspjöllunum að því leyti, að
þau eru miklu lengri og þungamiðja þeirra er heil ræða en
ekki fáein orð. Svo er m. a. sagan um Jesú og Nikodemus
(3.). Nikodenms kemur til Jesú og her fram spurningu, sem
verður tilefni til langrar ræðu hjá Jesú og guðspjallamann-
inum (sbr. einkum 13. v.), en Nikodemusar er ekki getið
framar i sögunni.
Jóhannesarguðspjall er þannig engan veginn samskonar
sögurit og Samstofna guðspjöllin, en sögurit eigi að síður.
Það er þrungið því lífi, sem samfélagið við Krisl vekur —
fegursti vitnisburður um áhrifin frá anda Krists á sál læri-
sveins, er lýtur honum og tilbiður hann af öllu hjarta. Svo
hátt reis alda erfikenningarinnar í söfnuðinum í Efesus, er
líða tók að lokum fvrstu aldar.
Apokrýfu guðspjöllin.
Apokrýfu guðspjöllin,1) þ. e. „huldu guðspjöllin“, sem
náðu ekki viðurkenningu kirkjunnar, eru skrifuð seinna en
1) Þau eru gefin út ásamt inngangi og skýringum í E. Henneeke: Neu-
testamentliclie Apokryplien. 1904.