Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Page 144
144
Jóhannesarguðspjall. Þau eru menjar þess, hvernig straumur
erfikenningarinnar kvislast, þegar langt er komið frá upp-
sprettunni.
Hebreaguðspjallið1) var guðspjall kristnaðra Gyðinga. Það
er samið á fyrri helming 2. aldar, en er nú glatað, að undan-
skildum fáeinum brotum, sem varðveitzt hafa í öðrum ritum.
Af þessum brotum verður það tvennt ráðið, sem einkennir
mörg apokrýfu guðspjöllin, að nánar er sagt frá ýmsu, sem
guðspjöllin fjögur gela ekki um, og' haldið er fram sértrúar-
skoðunum. ímyndunaraflið starfar að því að fylla upp í
ej'ður, og reynt er að tilfæra orð til stuðnings ákveðinni
stefnu. Þannig segir, að Jesú hafi verið freistað á Tabor-
fjalli2) og að maðurinn með visnuðu liöndina hafi verið
múrari. Stefna ritsins hefir að öllum líkindum verið gnostisk,
og er komu Ivrists i heiminn lýst á þessa leið: „Þegar Kristur
ætlaði að koma á jörðina til mannanna, þá útvaldi Guð
voldugan kraft í himnunum, Míkael að nafni, og fól Ivrist
forsjá lians. Og krafturinn kom í lieiminn, og nefndist María,
og Kristur var 7 mánuði í kviði hennar“.
Náskylt Ilehreaguðspjallinu var Ebjónítaguðspjallið. En
Ebjónítar, þ. e. „hinir fátæku“, nefndust kristnaðir Gyðing-
ar í Austurlöndum. Sennilega hefir lieitið upprunalega verið
Iiaft um frumsöfnuðinn i Jerúsalem (shr. Róm. 15, 26; Gal.
2, 10), en seinna er það einkum notað um kristnaða Gjrðinga,
sem lmeigjast að samsteyputrúarbrögðum og stefnu Gnost-
ika. Kemur það einnig vel heim við þau örlitlu brot, sem til
eru af guðsijjallinu. Það virðist liafa verið saga Jesú, lögð i
munn postulunum tólf, enda mun það einnig hafa verið
nefnt „Guðspjall postulanna tólf“. Jesús mælir þar gegn fórn-
um á þessa leið: „Eg er kominn til þess að afnema fórnirnar,
og ef þér hverfið ekki frá fórnum, þá mun reiðin ekki hverfa
frá yður“. Skírn lians er nánar lýst og' undursamlegar en í
guðspjöllum Nýja testam. Guðspjallið er að líkindum frá
seinni liluta 2. aldar.
Pétursguðspjall liefir verið langt guðsjjjall, eftir niður-
lagi þess að dæma, sem enn er til. Það hefir verið hyggt á guð-
spjöllum Nýja testam. og nafn þess er dregið af því, að það
er lagt Pétri postula í munn. Það mun til orðið á Sýrlandi um
1) Sbr. bls. 242.
2) „Jafnskjótt greip móðir min, heilagur andi, i eitt af hárum minum og
bar mig upp á fjallið háa, Tabor“.