Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Page 147
MARKUSARGUÐSPJALL
Ytri vitnisburðir um guðspjallið.
Hér að framan hafa verið færð rök fyrir því, að Mark. sé
elzt Samstofna guðspjallanna og aðalheimild Matt. og Lúk.1)
Þau rök hafa stuðzt við innri vitnisburði, er guðspjöllin hafa
verið horin saman. Þau virðast vera traust og nálega óyggj-
andi — undirstaða, sem lausn synoptiska vandamálsins
hljóti að byggjast á.
En nú verður að rannsaka nánar þessa aðalheimild, m.
a. leita ytri vitnisburða um uppruna hennar. Komi þeir heim
við rökin, sem talin hafa verið, er styrkur að því, en brjóti
þeir á einhvern hátt í bág við þau, þá þarf að sjálfsögðu að
taka málið upp á ný á þeim vettvangi.
Erfikenning kirkjunnar liefir haldið þvi fram einróma svo
lengi sem sögur fara af, að þetta guðspjall sé samið af Jó-
hannesi Markúsi, þeim er getur i Postulasögunni og nokkr-
um hréfum Nýja testam. Enda standa orðin KATA MAPKON,
þ. e. „eftir Markúsi“, í elztu grískum handritum af guðspjall-
inu. Þau handrit eru að sönnu ekki eldri en frá 4. og 5. öld,
en engu að síður má rekja aftur til 200, að þessi orð hafi
staðið á handritunum. í orðunum einum út af fyrir sig þarf
þó ekki að felast, að Markús liafi skrifað guðspjallið, heldur
gætu þau átt við það, að það væri liaft eftir Markúsi, ætti
til hans rót sína að rekja. En enginn minnsti vafi er á því,
hvern skilning kirkjan hefir lagt í orðin.
Elzti vitnisburður um Mark., sem geyjnzt hefir, eru orð þau
er fyrr getur2) eftir Papías hiskup frá Híerapólis. Þau eru
vísast skrifuð á 4. tug 2. aldar (130—150, shr. bls. 40) og tek-
in upp í kirkjusögu Evsebíusar. ,.,Öldungurinn“, sem Papías
skírskotar til, er að öllum líkindum Jóhannes safnaðaröld-
1) Sbr. bls. 41—49.
2) Sbr. bls. 54.