Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Page 149
149
þetta efni og því líklegri en hin, sem sumir hallast að: En
suma (þ. e. atburðina) var liann viðstaddur og setti þannig.
Síðri þýðingin fer einnig í bága \áð vitnisburð Papíasar um
það, að Markús hafi livorki heyrt drottin né verið í fylgd
með honum.
Alexandríu-Kle.mens1) (d. 216) og Órígenes2 3) (d. 254) taka
loks í sama streng, að Markús hafi skrifað guðspjallið, en
Pétur lagt til efnið. Klemens hyggur, að Pétur hafi þá enn
verið á lífi, en kristnir menn, þar á meðal riddarar frá Ses-
areu, heðið Markús að rita.
Þannig eru ytri vitnisburðir um höfund Markúsarguð-
si)jalls mjög góðir og allir samhljóða.
Aftur á móti er erfikenning kirkjunnar ekki alveg ein-
róma um það, hvar guðspjallið sé samið. Margir kristnir rit-
höfundar láta algerlega undir liöfuð leggjast að minnast á
það. En liinir eldri, sem fara nokkuð út í það, virðast hafa
Róm í liuga. Svo mun t. d. um íreneus, þótt hann segi það
ekki beint. Alexandríu-Klemens tekur það fram berum
orðum. Og sú mun yfirleitt hafa verið ríkjandi skoðun í
kirkjunni um daga hans. Seinna vekur erfikenningin um
það, að Markús hafi verið fvrsti biskupinn í Alexandríu,
hugsunina, að guðspjallið sé skrifað þar eða á Egiptalandi.
Svo kenndi Jóliannes Krýsostomos liöfuðhiskup i Konstan-
tínópel (d. 407) .s)
Um tímann, þegar guðspjallið er skrifað, eru ekki aðrir
fornir og merkir vitnisburðir en þeir, sem nefndir liafa verið.
Verður álit Ireneusar þar að dómi guðfræðinga þvngra á
metunum en Alexandríu-Klemensar, því að bæði mun það
eldra og auk þess betri aðstaða íreneusar til þess að þekkja
erfikenninguna í Róm. Mætti geta þess til, að ummæli Alex-
andríu-Klemensar ættu skylt við tilkall kirkjunnar almennt
á hans dögum til þess, að frumheimildir kristninnar væru sem
eiztar og guðspjöllin í nánasta sambandi við sjónarvotta.
1) Evs. Hist. eccl. VI. 14, 5—7; II. 2.
2) Evs. Hist. eccl. VI. 25, 3—6; II. 2.
3) Allar líkur eru tii ])ess, að skoðun Krýsostomosar eigi rót sína að rekja
til ummæla Evsebíusar í kirkjusögu hans (Hist. eccl. II. 16, 1). Hann segir,
að Markús hafi boðað á Egiptaiandi guðspjallið, sem iiann liafði ritað. En
á öðrum stöðum í kirkjusögunni eru tilvitnanir um ]>að, að guðspjallið sé
skrifað í Róm (II. 15; VI. 14, 6 n).