Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Side 150
150
Jóhannes Markús.
Frá Jóhannesi Markúsi er nokkuð sagt í Nýja testam., og
fleiri bendingar en nú liafa verið taldar eru til um hann í
öðrum ritum fornkirkjunnar.
I húsi Maríu móður hans koma kristnir menn saman í
Jerúsalem, og þangað verður Pétri postula fvrst að leita um
nóttina, er hann sleppur úr varðhaldsvistinni, þar sem liann
skyldi híða dauðans (Post. 12, 12).]) Sá atburður gerðist um
páskana árið 44.
Af þessu má draga þá ályktun, að Markús liafi verið ná-
kunnugur Pétri og frumsöfnuðinum í Jerúsalem. Hann er
nefndur „sonur“ Péturs í 1. Pét. 5, 13, og kann það að henda
til þess, að Pétur hafi reynzt lionum andlegur faðir og leitt
hann til trúar á Ivrist. Hann mun þegar hafa verið langan
tíma í söfnuðinum í Jerúsalem árið 44, þvi að sennilega flyzt
hann þá um haustið með Rarnabasi og Sál lil Antíokkíu
til starfa fyrir söfnuðinn þar (Post. 12, 25). Þó er hann hvorki
talinn til spámanna né kennara í Antíokkíu í Post. 13, 1.
Hann leggur í fvrsta kristniboðsleiðangurinn með Sál og
Barnabasi vorið 46 og er þjónn þeirra (Post. 13, 5). Förinni
er fyrst haldið til Kypruseyjar, en þaðan voru þeir frænd-
urnir Barnabas og Markús ættaðir (sbr. Post. 4, 36; Kól. 4,
10). Þeim kristniboðunum verður þar mikið ágengt. Frá
Kyprus fara þeir til Pamfylíu. Þar rís ágreiningur milli Páls
og Markúsar, vill Markús ekki fara lengra og lýkur svo, að
hann skilur við þá Barnahas og snýr aftur til Jerúsalem
1) Margir fræðimenn ætla, að byrja megi fvrr i Nýja testam. að rekja
sögu Markúsar. Samkomustofan i húsi móður lians hafi verið loftstofan,
sem postularnir héldu til i eftir upprisu Jesú (Post. 1, 13), eða loftsalurinn,
sem Jesús neytti í síðustu kvöldmáltíðarinnar með lærisveinum sinum (sbr.
Mark. 14. 15). Hafi Markús sjálfur verið unglingurinn með linklæðið yfir
sér, sem fylgdi Jesú frá Getsemane; en Mark. getur eitt um þann atburð
(14, 51 n). Þannig liafi guðspjallamaðurinn sett mark sitt á guðspjaliið,
líkt og málarar nú setja stafi sína á myndir, er ])eir mála. Þessari tilgátu
til stuðnings liefir verið hent á það (sbr. Wohlenberg: Evangelium des
Markus, hls. 348), að í mörgum liandritum af Mark. og ]>ar á meðal í tveim-
ur af þeim elztu og heztu, Alexandríuhandritinu og Camhridgehandritinu,
sé dálítil viðhót við orðin um hryggð lærisveinanna, er Jesús sagði, að einn
þeirra myndi svíkja sig. Hún kemur á eftir orðunum í 14, 19: „Þeir tóku
að liryggjast og segja við hann hver um sig: Er það eg?“ og er á þessa leið:
„Og annar (maður sagði): Er það eg?“ (xai aU.og • /ojn eycó). Væri þessi
lesháttur réttur, lægi ekki önnur skýring beinna við, en að Markús ætti við
sjálfan sig bæði með þessari viðbót og frásögninni um unglinginn með lín-
klæðið. Kæmi það þá heim við þann skilning á Ritskrá Múratórís, að Markús
hefði verið viðstaddur suma athurði, sem hann skýrir frá i guðspjalli sínu.