Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Page 151
151
(Post. 13, 13). Ekkert er sagt um það, hvað þessari misklíð
veldur, en langliklegast er, að hugsjón Páls, að boða fagn-
aðarerindið öllum heiminum og heiðingjunum ekki síður cn
Gyðingum, hafi enn verið of há fyrir Markús. Svo viðan sjón-
deildarhring átti ekki söfnuðurinn i Jerúsalem á þeim tím-
um. Þremur árum síðar er Markús fús til nýrrar kristni-
boðsferðar með Páli og Ilarnabasi til lieiðingja, en þá vill
Páll ekki fylgd hans, svo að þeir frændurnir fara einir sam-
an til Kyprus, sennilega til langdvalar. Síðan er ókunnugt
um æfi Markúsar rúman áratug. En leiðir þeirra Páls liggja
saman aftur og þeir verða samverkamenn og vinir, meðan
stendur á fangelsisvist Páls i Róm, á árunum 61—63 (Fílem.
24; Kól. 4, 10). Má sjá það af síðarnefnda hréfinu, að Markús
og Jesús nokkur Jústus hafa þá verið einu Gyðingarnir, sem
störfuðu með Páli í Róm. I Kól. er gert ráð fyrir ferð Mark-
úsar til Asíu innan skamms. En sú ferð liefir sennilega dreg-
izt, eftir niðurlagi 1. Pét. að dæma, sem liklega er skrifað
eftir upphaf Nerósofsóknarinnar 64, en þá eru þeir Markús
og Pétur saman í Rórrí.1) Kaflinn 2. Tím. 4, 6 nn, sem mun vera
eftir Pál postula, hvað sem líður hréfinu að öðru leyti, sýnir
það þó, að Markús hefir farið austur, því að Páll biður þess,
að hann komi þaðan til sín til Rómaborgar. Þjónustan, sem
Páll ætlast til að Markús veiti sér, er að líkindum fvrst og
fremst aðstoð við hoðun fagnaðarerindisins, þvi að þótt
Markús liafi vísast enginn forystumaður verið, þá var þekking
lians á lífi og starfi Jesú svo náin, að hún gat orðið heið-
ingjunum ómetanlegur fjársjóður.
Samkvæmt elztu erfikenningu kirkjunnar, sem menn
þekkja, á Markús að liafa orðið við þessari beiðni Páls,
komið til Róm og skrifað þar guðspjall sitt eftir pislarvættis-
dauða þeirra Péturs postula. Riskupsdóms hans í Alexandríu
er getið af Evsebíusi sagnaritara, Híerónýmusi kirkjuföð-
ur2) og i áðurnefndum formála að Mark.3)
1 þeim formála segir einnig um Markús, að hann hafi verið
Levíti, og kemur það vel heim við frændsemi hans við Barna-
1) Vel væri einnig hugsanlegt, að Markús liefði innan skamms farið
austur svo sem ætlað var, og væri enn i þeirri austurför, þegar Páll postuli
skrifar 2. Tim. 4, 6 nn, en kominn aftur til Rómahorgar, er Pétur postuti
skilar kveðju hans í 1. Pét. 5, 13. Hin skoðunin er þó sennilegri, að niðurlag
1. Pét. sé fyrr ritað en síðustu versin í 2. Tifn,
2) Comm. in Mattlieum, Prooenium § 5—7.
3) Sumar yngri heimildir telja hann hafa liðið píslarvættisdauða i
Alexandríu.