Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Page 153
153
ari og réttari viðburðaröð i frásögnum lians frá Jerúsalem
heldur en Galíleu samrýmist einnig hið hezta þvi, að hann
sé höfuðborgarbúi og Levíti. Þó er ein undantekning frá því.
Dánardagur Jesú er talinn i guðspjallinu (sbr. 14, 12 nn;
15, 1 nn) 15. Nísan, páskadagurinn sjálfur, en ekki að-
fangadagur páska, hinn 14., eins og Jóh. segir og rétt mun
vera.1) En hér er þess fyrst og fremst að gæta, að vikudagur-
inn greypist fastar í minni en mánaðardagurinn, og ber öll-
um guðspjallamönnunum fjórum saman um hann, þá tekur
guðspjallamaðurinn upp að meira eða minna leyti ritaða
píslarsögu2) og hefir því síður gagnrýnt hvað eina, og loks
er það ekki óhugsandi, að þessar mismunandi frásagnir utn
dánardaginn geti samrýmzt.3) Þessi mótbára er því ekki
1) Sbr. bls. 141.
2) Sbr. bls. 114—115; 175.
3) Sbr. niðurstöðuna í heimsfrægu skýringarriti, Strack und Billerbcck;
Kommentar zum Neuen Testament aus Talmud und Midrasch II, bls. 612
—653. Skoðanirnar, sem þar er lialdið fram, eru í aðalatriðunum Jiessar:
Sá flokkur Saddúkeanna, sem flestir æðstuprestar voru af og mestu réði
á árunum 24 f. Kr. til 65 e. Kr., færði frumgróðafórn næsta dag eftir sabbat
páskavikunnar, ]). e. á sunnudag, og taldi þaðan 7 vikur til Hvitasunnu.
Fóru l>eir eftir ákvæðinu í Lev. 23, 15 n: „Og l>ér sltuluð telja frá næsta
degi eftir livíldardaginn, frá l>eim degi, er ]iér færið bundinið í veififórn, ■—•
sjö vikur fullar skuiu ]>að vera, til næsta dags eftir sjöunda hvildardaginn
skuluð l>ér telja fimtíu daga; ]>á skuluð ]>ér færa Jahve nýja matfórn“.
Farísearnir aftur á móti lilu svo á, að „hvildardagurinn" (sbr. Lev. 23, 11,
15) væri fyrsti dagur ósýrðu brauðanna, páskadagurinn 15. Nísan, og færðu
frumgróðafórnina 16. Nísan án ails tillits til l>ess, livaða vikudagur var.
Á dögum Jesú var skoðun Fariseanna rikjandi meðal almennings, að þvi
er Gyðingurinn Fíló, heimspekingur i Alexandríu (d. 50 e. Kr.), segir. En
ekki er líklegt, að ráðandi Saddúkeaflokkur hafi fallið frá sinni skoðun
fyrir það. Eru ýms dæmi þess, hve deilan í milli varð heit. T. d. létu Farí-
sear kornskurðinn fara fram með viðhöfn og svo að mikið bæri á. Þrisvar
var spurt liátt og sujallt: Er sólin setzt? Er þetta sigðin? Er þetta kistan?
Á ég að skera? Skerðu, var svarað.
Þegar sýnt var, að 1. páskadagur 3-rði mjög nálægt sabbatsdegi, þá var
Saddúkeunum mjög i mun að geta reiknað svo dagatalið, að hann beinlínis
bæri upp á sabbatsdag. Þá var 16. Nísan sunnudagur, og myndi þá Hvíta-
sunnan verða á sama degi hjá l>áðum, Saddúkeum og Faríseum. Virtist
Fariseunum t. d., að fyrsta páskadag myndi bera upp á föstudag, þá lögðu
hinir kapp á að færa rök og leiða vitni að því, að Nísantunglið kviknaði
ekki fyrr en það, að páskadagurinn væri á sabbatsdegi.
Nú var fj'rsti páskadagur nálægt sabbatsdegi dánarár Jesú, og má gera
ráð fyrir, að timatalsnefnd öldungaráðsins liafi talið 1. Nísan befjast á
sabbatsdag, svo að 15. Nísan j'rði einnig þann vikudag. En Farísearnir telja
liann bera upp á föstudag. Verður harður árekstur, en það samkomulag að
lokum, að hvorir séu frjálsir að reikna eins og þeir vilji. Fleiri fylgja i
þessu Faríseunum og þar á meðai Jesús og lærisveinar hans, er þeir halda
páskamáltíðina á fimmtudagskvöld. Samkvæmt því tímatali deyr Jesús 15.
Nisan (Samst. guðspj.), samkvæmt tímatali Saddúkea 14. Nísan (Jóh.).
20