Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Síða 155
155
Jesús hafi gengið með vatninu, lieldur og að liann liafi gengið
fram hjá með vatninu (naQáywv naoa t>)v í)á).aaoav, shr. Mark.
1, 16 í Sínaíhandritinu, Alexandríuhandritinu og Efraims-
handritinu).1) Þannig gat engum verið eðlilegt að segja frá
nema öðrum hvorum þeirra hræðra. En í Matt. er vikið frá
þessu einkennilega orðalagi. Eftirtektarvert er það einnig,
hve margar frásögur eru Ijósar og lifandi af atburðum, sem
Pétur er viðstaddur. Má þar einkum nefna, auk áðurtaldrar
sögu, frásagnirnar næstu á eftir um starfsdag Jesú í Kaper-
naum (1, 21—40) ,2) heimkomu lians úr ferðalagi um Galileu
og lækningu (2, 1 nn), ferð lians austur yfir Genesaret og
aftur lieim (4, 35—5, 21), lækningu dóttur Jaírusar (5, 22 -
43), sa.mræðurnar við Sesareu Filippi (8, 27—9, 1), lækningu
flogaveiks pilts (9, 14—27),3) fáeinar Jerúsalemsögur og at-
burði, er gerðust síðustu nóttina á æfi Jesú (í 11.—14. kap.).4)
Þegar Jesús er staddur í liúsi Péturs, að þvi er bezt verður
séð, þá er tekið svo til orða, að hann sé heima, og þegar
hann er í bát hans, er sagt hlátt áfram, að hann sé í bátnum
(sbr. ennfremur versin 1, 29; 1, 36: „Símon og þeir sem með
honum voru;“ 4, 1; 5, 37; 9, 2—5). Frásögn sjónarvotts skín
svo skýrt í gegnum, að það má telja eitt af einkennunum á
guðspjallinu. Ýmsir drættir birtast, sem varpa einkennilega
skæru Ijósi yfir athurðina, en eru horfnir su.mir úr hinum
guðspjöllunum.5) Þess er t. d. getið, að Jesús hafi sofið á
koddanum í skutnum ofviðrisnóttina á Genesaret, að mann-
fjöldinn hafi setið í grængresinu og flokkarnir eins og mvnd-
að beð í garði við kvöldmáltíðina i Galíleu, eða að skyggt
hafi yfir svip ríka mannsins, er Jesús hauð honum að fara
og selja allar eigur sínar og gefa fátækum. Um Jesú er það
sagt, að hann hafi horft á þennan mann, sem kom hlaup-
1) Frá þessum ágætu Nýja testam. handritum er nákvæmlega skýrt i
Sögu Nýja testamentisins eftir Magnús Jónsson.
2) Þó mun Pétur trauðla hafa raðað þeim í heild, sbr. hls. 129—130.
3) Sérstaklega er það einkennilegt við upphaf frásögunnar, að hún virð-
ist sögð frá sjónarmiði þess, sem kemur niður af fjallinu með Jesú, ])á
tekur einn úr mannfjöldanum til máls, en af orðum hans kemur ]>að í ljós,
að hann er faðir pillsins; eftir það er hann nefndur svo.
4) Johannes Weisz fer jafnvel svo langt í riti sínu, Das iilteste Evan-
gelium, að hann leitast við að sýna, hvernig orðalag Péturs hafi verið á
sögunum. Hann bendir t. d. skarplega á það, að frásögn Péturs, sem liggi
1, 29 að baki, hafi verið: „Vér komum í hús vort ásamt Jakobi og Jóhannesi,"
i stað fyrstu orðanna i 1, 36 hafi Pétur sagt blátt áfram „vér“, eða „við“, og
orðunum „þá minntist eg þess“ liafi Markús breytt í „þá minntist Pétur
þess“ (11, 21).
5) Sbr. bls. 24—25; 50—51.