Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Side 158
158
um, ekki aðeins i liugum Rómasafnaðarins, heldur allrar
kristninnar síðan.
Áhrif Páls á guðspjallamanninn eru ekki meiri en eðlilegt
er, þar sem í lilut á förunautur hans og samverkamaður,
heldur slík, sem vænta má. Þau má ekki heldur út áhrifin,
sem rakin liafa verið til Péturs. Vitnisburður Papíasar ujn
það, að hann sé heimildarmaður, stendur því óliaggaður.
Guðspjallið ber þess sjálft vitni, að það sé eftir lærisvein
þeirra Péturs og Páls. Það er frá uppliafi til enda mótað af
hugsunum þeirra, meira og minna. Tvær meginkvíslar falla
þar saman og marka sér farveg, straumur minninganna frá
Pétri og öðrum fyrstu lærisveinum Jesú um líf hans á jörð-
inni og kraftur og reynsla Páls, er lifði á andlegan hátt nán-
ustu samvistum við Jesú upprisinn.
Loks fá orðin um það, að Markús hafi ekki ritað í röð
það, sem Kristur hafði sagt eða gert, vel staðizt miðað við
guðspjallið eins og það er, svo sem áður hefir verið sýnt.1)
Það sem aðrir vitnisburðir herma fram yfir vitnisburð
Papíasar og enn kemur til athugunar og samanburðar við
guðspjallið er einkum þetta:
Er guðspjallið skrifað i Róm?
Er það samið eftir pislarvættisdauða Péturs og Páls?
Menn liafa reynt að rökstyðja það út frá erfikenningunni
um biskupsdóm Markúsar í Alexandríu, að guðspjall lians
væri skrifað þar, en þau rök svífa i lausu lofti. Aðrir hafa
haldið því fram, að það væri samið í Jerúsalem (Well-
hausen), en móti því mælir það m. a., að gert er ráð fjTÍr, að
lesendur séu ókunnugir siðum, mynt og loftslagi á Gyðinga-
landi (sbr. Mark. 7, 3 n; 12, 42; 11, 13). Enn aðrir bafa talið
Antíokkíu líklegastan stað og fært fyrir þvi mörg rök,2) en
sum þeirra geta ekki síður stutt Róm og engin eru þung á
metunum.
Langflest stj'ður erfikenninguna, að guðsijjallið sé ritað í
Róm. Innri rök eru svo sterk fyrir því í guðspjallinu, að
margir vísindamenn myndu hiklaust áljLta það, enda þótt
erfikenninguna vantaði. Róm eða a. m. k. latnesku Vestur-
löndin yrðu talin líklegastir átthagar guðspjallsins. Orðalag
þess er með latneskum hlæ sumstaðar og latnesk orð koma
1) Sbr. bls. 55.
2) Sbr. t. d. Bartlet: St. Mark., bls. 35 nn.