Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Side 159
159
þráfaldlega fyrir. Það er sérkenni á guðspjallinu. Af latnesk-
um orðum má nefna: Modius (tuóðio? 4, 21,) legio (leyiútv 5,
9, 19), speculator (ojiexovláuúQ 6, 27), denarius (öijváQiov 6, 37
sbr. 12, 15; 14, 5), sextarius (t-éozii? 7, 4, 8), cencus (xfjvoog
12, 14), quadrans (xoðQávzrjg 12, 42), ílagellare (qjQayellovv 15,
15), prœtorium (nQaizœQiov 15, 16) og centurio (y.evzvQÍwv 15,
39, 44 n). Að sönnu gat liver sá maður, er ritaði á grísku,
skotið inn í latneskum orðum hér og hvar, ef hann kunni
þau. Það var hugsanlegt hvarvetna um Rómaveldi. En hér
er ekki um það eitt að ræða, grísk lxeiti eru beinlínis útskgrð
með rómverskum nöfnum: »Ekkja . . . lagði tvo smápeninga,
sem er einn eyrir‘‘ (lenzá ðvo, o éoziv xoðQávzgg 12, 42). »Her-
mennirnir fóru inn í höllina, sem er landshöfðingjasetrið“
(é'ow zf]s avlfjs, o éoziv nQaizwQiov 15, 16). Stundum er cinnig
líkast því, sem verið sé að þræða latneskt orðalag, shr. ððöv
jioiéív (2, 23 — iter facere), Qajiíofxaoiv avzöv élafov (14, 65 =
verberihus eum receperunt), ovgfovhov ézoigát,eiv (15, 1 = con-
silium facere), zö íxavöv jioifjoai (5, 15 = satisfacere), rd yóvaza
jiQooxvveiv (15, 19 = genua ponere) o. íl.
Þá má-ef til vill telja Mark. 15, 21 rök í þessu máli. Þar
segir um Símon frá Kýrene, (en ekki i liliðstæðum Lúk. og
Matt.): „Faðir þeirra Alexanders og Rúfusar“. Það er auðséð,
að lesendum guðspjallsins er ætlað að kannast við þessa
sjmi Símonar. Sé Mark. skrifað í Róm, þá mun þeirra þar
að leita, eða Rómasöfnuður er þeim kunnugur. En í Róm-
verjabréfinu hiður Páll að lieilsa „Rúfusi, hinum útvalda í
drottni“ (16, 13). Þetta gæti vel verið sami maðurinn, sem
Mark. getur.
Guðspjallið er hersýnilega ætlað kristnuðum heiðingjum. 1
því eru útskýrðir nákvæmlega gyðinglegir siðir eða nöfn
(Mark. 2, 26; 7, 3 nn; 14, 12; 15, 42), en það hefði verið óþarft
með öllu fyrir Gyðinga. Guðspjallamaðurinn leggur mikla
áherzlu á andstöðu Jesú við gyðingdóminn, en fer þó ekki út
í það að lýsa afstöðu hans til Gamla testam., né lögmálsins sér-
staklega. Þess gerðist heldur ekki nein þörf, er kristnaðir
lieiðingjar áttu í hlut. Kjarni lögmálsins er boðorðin að elska
Guð af öllu hjarta og náungann eins og sjálfan sig. Um
það er meira vert en allar hrennifórnir og sláturfórnir (12,
28—34). Krafan um lireinleika miðast við hjartað (7, 1—23).
Þetta verður enn ljósara á samanhurðinum við Matt., sem er
skrifað fyrir kristnaða Gvðinga og leggur sérstaka áherzlu
á það, er Gyðinga varðar. Þannig lúta m. a. orð Jesú í Matt.