Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Qupperneq 160
160
19, 1—12 um hjúskap og lijónaskilnað að ástandinu eins og
það var með Gyðingum, og er aðeins gert ráð fyrir þvi, að
maðurinn skilji við konu sina, en i Mark. 10, 1—12 er einnig
minnzt á það, að konan skilji við mann sinn; það var leyfi-
legt að rómverskum lögum en ekki gyðinglegum. I Mark.
koma að vísu fj'rir á einum stað (14, 49) orðin: „Til þess
að ritningarnar rættust“; en þau þurfa engan veginn að koma
undarlega fyrir i riti lil kristnaðra heiðingja, þvi að fyrst
og fremst lúta þau að kjarna fagnaðarerindisins, að hetju-
dauði Jcsú sé hið mikla Messíasarverk, og svo var kristnuð-
um lieiðingjum einnig ætlað að lesa af kappi Gamla testam.
Allt sem ráðið verður um lesendur guðspjallsins getur því
vel samrýmzt því, að það sé ritað í Róm, þar sem allur þorri
safnaðarmanna var kristnaðir heiðingjar. Sumir fræðimenn
ætla m. a. s, að framsetning ræðunnar um lireint og óhreint
í Mark. 7 sé beinlínis stíluð upp á safnaðarmenn í Róm (sbr.
Róm. 14, 1 nn).
Enn styðja orðin frá tímum Nerósofsóknarinnar um veru
Markúsar i Róm (1. Pét. 5, 13) og beiðni Páls postula um
komu lians þangað (2. Tím. 4, 11) skoðun erfikenningarinnar,
að hann semji guðspjallið í Róm.
Og enn kann það að benda til hins sama, hversu hátt Mark.
er metið i Vesturlanda texta Nýja testam., bæði i Cambridge-
liandritinu og 3—4 elzlu latnesku þýðingunum.1)
Loks eru það þungvæg rök i þessu máli, að stefna guðspjalls-
ins er ekki aðeins í samhljóðan við það, að höfundurinn sé
lærisveinn beggja Péturs og Páls, heldur einuig við þróun og
mótun kristnu erfikenningarinnar eins og ætla má, að liún
hafi orðið i Róm.2)
Elckert í Mark. mælir á móti þvi, að það sé fyrst saman
tekið eftir dauða Péturs og Páls, en hinsvegar brestur þar
innri gögn til þess að skera úr því, hvort það er heldur skrif-
að fyrir eða eftir þá atburði. Þeirra er í rauninni ekki lield-
ur að vænta, því að sanming ]æss leikur aðeins á fáum ár-
um um þær mundir.3) En það eitt út af fyrir sig, að fyrsta
mikla guðspjallsritið verður til, talar skýrt sínu máli í þess-
um efnum. Er ekki mjög eðlilegt að liugsa sér, að píslarvætti
höfuðpostulanna beggja í Róm verði einmitt hvötin til þess,
að það kemur fram? Þegar fagnaðarhoðskapurinn er hættur
1) Sbr. Magnús Jónsson: Saga Nýja testam. bls. 194 nn; 217 nn.
2) Sbr. bls. 136—137.
3) Sbr. bls. 162—167.