Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Page 162
Ytri vitnisburðirnir elztu og beztu standast þá prófið vel, og
verða niðurstöðurnar af samanburðinum við guðspjallið
sjáift þessar hinar helztu:
1. Markús liefir skrifað guðspjallið,
2. Hann er lærisveinn höfuðpostulanna beggja, Péturs og
Páls.
3. Endurminningar Péturs eru að meira eða minna leyti
lieimild bans.
4. Hann ritar guðspjall sitt í Róm og ætlar það fyrst og
fremst kristnuðum heiðingjum.
5. Dauði Péturs og Páls munu vera honum aðalhvöt til
þess að semja það.
Hvenær er g'uðspjallið samið?
Samkvæmt því er nú hefir sagt verið, mun píslarvætti
Péturs og Páls postula setja fyrri tímamörkin fj'rir samn-
ingu guðspj allsins.
Erfikenning kirkjunnar er alveg samhljóða um það, að
þeir bafi látið líf sitt í Nerósofsókninni, sem bófst sumarið
64 og stóð til dauða keisarans 68. Sii kenning er studd af
staðaminningum og formenjarannsóknum og verður ekki
vefengd. En um það, hvenær þeir deyja á þessu árabili, eru
skoðanir vísindamanna á reiki. Þó eru bér fvrir böndum
skýrar heimildir. Elzt og merkust er 1. Klemensarbréf frá
söfnuðinum i Róm til safnaðarins i Korintuborg. Klemens
prestur rómverski samdi það annaðhvort árið 95 eða 96.
Hann segir, að þeir Pétur og Páll liafi báðir verið líflátnir
„á dögum stjórnendanna“. Hann getur ekki um dánardag
þeirra, en ártíð beggja er sama að dómi erfikenningar kirkj-
unnar, 29. júní. Kristnin liefir helgað þeim þann messudag.
Sumir ætla að vísu, að þá hafi bein þeirra verið flutt, á 3.
öld, til búss Péturs (Domus Petri) við katakomburnar, en
hitt er sennilegra, að dagurinn sé í raun og veru dánardagur
þeirra, eins og erfikenningin liefir haldið fram. Missir beggja
höfuðleiðtoganna í senn hlaut að greypast í minni safnað-
arins í Róm. Hitt befði aftur á móti verið ástæðulaust fyrir
hann, hefði hvor postulanna átl sina árstíð, að færa þær til
sama dags. Enn er það til stuðnings erfikenningu kirkjunn-
ar í þessum efnum, hvílíkir órofaþættir tengja saman nöfn