Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Síða 163
163
þessara postula, sterkari og traustari en annara i kristn-
inni. Og þó störfuðu þeir livor á sínu sviði að kristniboðinu,
Pétur meðal G}rðinga og Páll heiðingja. Þeir eru aðeins síð-
ast nánir samverkamenn í Róm nokkra mánuði. Það eitt
hefði ekki nægt til þess að hinda þá i svo náið bræðralag i
hugum kristninnar, einstætt og óhagganlegt, svo að varla
var unnt að nefna þannig annan, að ekki væri hins getið
um leið. Eina fullnægjandi skýringin á því er sú, að þeir liafi
liðið í senn pislarvættisdauða fyrir trú sína. En sé nú lífláts-
dagur þeirra hinn sami, 29. júní, þá má einnig ákveða árið
út frá orðum Klemensar rómverska.1) Tímaákvörðun lians:
„Á dögum stjórnendanna“ getur trauðla táknað annað en
tímabilið, sem Neró var i Grikklandsför, frá haustinu 66 til
vors 68. Þá hafði liann stjórnendur fyrir sig í-Róm, sem
héldu áfram stefnu lians gegn kristnum mönnum. Hafa þeir
viljað ganga milli bols og liöfuðs kristninni í höfuðhorginni
með því að svifta hana í senn báðum leiðtogum hennar. /
þessari stjórnartíð þeirra cr aðeins um einn 29. júní að ræða,
árið 67.
Það dánarár kemur einnig heim við umsögn Híerónýmusar
kirkjuföður (d. 420), sem var um skeið ritari hjá Damasusi
l^áfa og þaulkunnugur skjalasafni hans, hann telur dánarár
postulanna tveimur árum síðar eu Seneku, eða 67.2)
Markúsarguðspjall er þá skrifað í fjæsta lagi seinni liluta
árs 67.
Síðara tímatakmarkið sést við nákvæma rannsókn á End-
urkomuræðunni (Mark. 13). Þar er lwergi auðið að finna —
né neins staðar í guðspjallinu — nokkurn minnsta vott þess,
að Jerúsalem sé fallin. Væri það mjög ósennilegt, að spá-
dómur Jesú um eyðing .Terúsalemborgar liefði ekki mótazt
neitt í meðförunum af atburðinum sjálfum, eins og hann
gerðist. Enda sést slík mótun glögglega á Endurkomuræð-
unni í Lúk. (21). Skýrast dæmi um það er 20. versið, borið
saman við Mark. 13, 14 og Matt. 24, 15:
1) Bréf lians er liin ágætasta lieimild. Talið er, að Klemens hafi verið
samverkamaður Páls, sá er postulinn minnist á í Fil. 4, 3, og verði síðar
hiskup i Róm um 100, hinn 3. eða 4. i röðinni. Orð slíks manns eru Jmng á
metunum.
2) Um píslarvætti Péturs og Páls eru nýlega ritaðar merkar bækur: H.
Lietzmann: Petrus und Paulus in Rom. Berliu 1927. A. S. Barnes: The
Martyrdom of St. Peter and St. Paul. London 1933.