Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Blaðsíða 173
173
og afneitun Péturs heyra píslarsögunni til. Þær liafa því
verið færðar í letur löngu áður en Mark. var samið og guð-
spjallamaðurinn þekkt þær í því formi.
Frásagnir Péturs, sem Markús skrifar upp eftir minni eða
tekur i guðspjallið beint úr rituðum lieimildum, eru þannig
einn meginþáttur þess. Þær munu vera alls nær 230 vers
eða fullur þriðjungur guðspjallsins.1) Á hetri heimild varð
ekki kosið, úr því að Jesús lét sjálfur ekkert ritað eftir sig.
Þær setja svip sinn á guðspjallið allt, þólt hvorki komi fram
í stíl né orðavali, auka því g'ildi í ríkum mæli og varjja
ljóma á liin Samstofna guðspjöllin. Það er meira að segja
réttnefni, sem guðspjallinu var valið í fornkirkjunni, er ])að
var kennt við endurminningar Péturs.
Aðrar heimildir.
Því verður ekki neitað, að vitnisburður Papíasar virðist
aðeins gera ráð fyrir einni heimild, er Markús ausi af,
kenningu Péturs. En fyrst og fremst verður það til að veikja
hann livað þetta snertir, að alls óvíst er, að hann sé einnig
vitnisburður öldungsins, sem var eldri og betri heimildar-
maður í þessum efnum, því að þessum ummælum um upp-
haf Mark. er svo einkennilega farið, að ekki verður greint í
milli, livar orðum öldungsins sleppir og hvar athugasemdir
Papíasar sjálfs hyrja; mun Papías að líkindum eiga síðari
setningarnar, þar sem fastast er að orði kveðið. í öðru lagi
væri það harla ósennilegt, að maður með slíkan æfiferil að
haki sem Markús hefði aðeins sótt efnið í guðspjall sitt til
eins manns. Og i þriðja lagi stenzt þessi skoðun ekki sumt
það, sem rannsóknirnar á myndunarsögu guðspjallanna hafa
leitl í ljós og áður hefir verið skýrt frá. Arfur minninganna
um Jesú barst ekki svo einhliða frá manni til manns.
Þegar Markús skrifar guðspjall sitt, þá ritar hann ekki að-
eins „sitt af hverju eftir minni“2) af því, sem Pétur hafði sagt
honum, heldur notar hann jafnframt aðrar heimildir Róma-
safnaðarins, skriflegar og munnlegar, og styðst enn að sjálf-
sögðu við aðrar minningar sínar frá liðnum árum. Guðspjall
hans er ljós og lifandi lýsing þess, hvernig minningarnar um
1) Skv. skoðun Joli. Weisz eru þau um 300, eða skortir aðeins 30 á það að
vera helmingur guðspjallsins.
2) Sbr. hls. 54—55.