Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Page 176
176
heild.1) Milli þessara skyldu efniskafla í guðspjallinu má
sjá nokkra tengiliði, fleiri deilur milli Jesú og andlegra
leiðtoga þjóðarinnar, um mátt Jesú, 3, 22 nn, hreint og
ólireint, 7, 1—23, tákn, 8, 11 n, og hjúskap og hjónaskilnað,
10, 1—12. En ekki verður úr þvi skorið, hvort Markús hefir
tekið þessa kafla í guðsijjall sitt úr skrifuðum heimildum,
nema livað ræðan mikla um hreint og ólireint hefir á sér
öll einkenni þess, að liún sé safn af orðum Jesú, töluðum
við ýms tækifæri um afstöðu lærisveina hans til hreinsunar-
fyrirmæla lögmáls Gyðinga, þetla hrennandi vandamál í
söfnuðunum. Þeir, sem Jesús talar til, eru ýmist Farísearnir
og fræðimennirnir, mannfjöldinn eða lærisveinar hans, og
livað eftir annað er lekið upp: „Og hann sagði við þá“ (6.
og 9. v), „og hann kallaði aftur (il sín mannfjöldann og sagði
við þá“ (14. v.), „og hann segir við þá“, (18. v.), „en liann
sagði“ (20. v.). Aðrar lielztu rituðu heimildirnar munu vera:
Dæmisögurnar um guðsríki og spakmælin i 4. kap. Þær
eru sagðar þrjár, en tekið fram á eftir, að Jesús Iiafi talað
i mörgum slíkum dæmisögum, og má álykta af því, að
Markús hafi þekkl heilan flokk af dæmisögum eins og
Iiöf. Lúk. og Matt., þólt liann tilfæri ekki fleiri. Frásagna-
kaflarnir 6, 30—7, 37 og 8, 1—26 eru svo hliðstæðir, að
sú skýring virðist liggja beinast við, að Markús hafi tekið
þá l)áða af því, að ])eir lágu fvrir lionum ritaðir.2) Áminn-
ingarnar og spakmælin í 9, 41—50 munu vera sérstakt orða-
safn.3) Loks má fasllega gera ráð fvrir því, að Endurkomu-
ræðan í 13. kap. sé tekin úr skrifaðri heimild. Hún er með
mjög' gyðinglegum blæ og tekur sérstakl tillit til þeirra, sem
í Júdeu eru. Mun hún því, eins og mikill fjöldi hinna kristi-
legu smárita, fyrst færð í letur á Gyðingalandi og flytjast
þaðan til Róm. Yfirleitt munu þessi söfn af orðum Jesú
og sögum um hann, sem Markús styðst við og velur úr,
hafa verið í eigu Ró.masafnaðar — og ef til vill Markúsar
sjálfs að einliverju levti sökum trúboðsstarfs hans áður.
Þau munu ná yfir um 160 vers í guðspjallinu, þegar það í
þeim er dregið frá, sem talið hefir verið til endurminninga
Péturs.
3. Þá er munnleg erfikenning Rómasafnaðarins enn ein
aðalheimild Markúsar, minningarnar um Jesú, sem lifðu
1) Sbr. M. Albertz: Die synoptischen Streitgespriiche.
2) Sbr. bls. 52—53; 171—172.
3) Sbr. bls. 121.