Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Qupperneq 179
179
1 Mark. eru aðeins örfáar setningar, sem svara til Fjall-
ræðunnar í R. Mark. 4, 24: „Með þeim mæli, sem þér mælið,
mun yður mælt verða“ er nálega eins og Lúk. 6, 38 og Matl.
7, 2. Þetta spakmæli er svo meitlað, að það liefir varðveitzt
eins og orðtak í kristninni óbreytt að kalla. I Mark. er það
felll inn í smásafn af orðum Jesú,1) sem ritað hefir verið á
undan guðspjallinu. Mark. 9, 50: „Saltið er gott, en ef saltið
missir seltu sína, með hverju viljið þér krydda það“ virðist
vera sjálfstæð þýðing af sömu orðum sem Lúk. 14, 34 og
Matt. 5, 13, nema hvað orðunum er í Fjallræðu Matt. beint
lil lærisveina Jesú: „Þér eruð salt jarðarinnar“, en það form
á þeim er yngra.2) Svipaður þýðingarmunúr er á Mark. 4, 21:
„Hvort kemur ljósið til þess að verða sett undir mælikerið, eða
undir hekkinn,“ og á Matt. 5, 15. Samhengið er einnig annað.
1 Mark. er ljósið kenning Jesú, en í Matt. góðverk lærisvein-
anna. Hið fyrra mun upphaflegra, því að þessi orð koma
tvisvar fyrir í Lúk. (8, 16 og 11, 33) sem liliðstæður að Mark.
og Matt., og' svarar 8, 16 til hugsunarinnar í Mark. 4, 21, en
11, 33 ekki til Matt. 5, 15. Enn eru orð Mark. í sérstöku orða-
safni. Þannig hera þau eins og hin fyrrnefndu vitni um það,
að Markús sé óháður R. Loks er merkingarmunur á Mark.
10, 11 n og Pi í (Lúk. 16, 18 og) Matt. 5, 32. í Mark. stendur:
„Hver, sem segir skilið við konu sína og gengur að eiga
aðra, hann drýgir hór gegn henni. Og ef hún skilur við mann
sinn og giftist öðrum, þá drýgir lnm hór“. 1 Matt. stendur:
„Hver, sem skilur við konu sína (nema fyrir liórsök) verð-
ur þess valdandi, að liún drýgir hór (þar sem liún mun gift-
ast aftur); og hver sem gengur að eiga fráskilda konu (þ.
e. liinn nýi maður liennar) drýgir hór“. Hér tekur þvi hvorki
Mark. upp eftir R, né R eftir Mark.
Ræða Jesú, er hann sendir lærisveina sína, er harla lík í
Mark. 6, 7 nn. og R í Lúk. 9, 1 nn (shr. Lúk. 10, 1 nn) og
Matt. 10, 1 nn. Eini orðamunurinn svo að teljandi sé er sá, að
samkvæmt R eiga lærisveinarnir hvorki að liafa með sér
skó né staf, en í Mark. er hvorttveggja leyft, og hefir ræðan
breytzt í það liorf í meðförunum, er trúboðsferðir gerðust
langar og' erfiðar. Þessi mikla líking þarf á engan liátt að
stafa af því, að Markús hafi þekkt R, heldur er eðlilegasta
skýringin á henni sú, að slík orð Jesú hlutu að skipa önd-
1) Sbr. bls. 120.
2) Sbr. Holger Mosbcch: Evnngeliéliteraturens Tilblivelse, bls. 98.