Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Page 181
181
en sá skyldleiki er hvergi meiri en við má búast af sjálf-
stæðum frásögnum um sama efni. R mun því ekki mega telja
meðal heimildarrita Markúsar.
En sé aftur á móti litið á R sem skrifl. og munnl. heiinildir
að sameign Lúk. og Matt.,1) þá breytist viðhorfið við spurn-
ingunni. Sé R skoðuð eins og nokkur hluti erfikenningar-
innar, sem fellur um farveg safnaðanna, þá vaknar eðli-
lega sú hugsun, að ein kvísl hennar kunni að streyma um
Róm og þann veg inn í Mark., hæði beinlínis og óheinlínis.
Því að Markús gerir einnig ráð fyrir nánari þekkingu les-
enda sinna á ýmsu, er hann rétt drepur á (sbr. t. d. frásögn
hans um freistingu Jesú). Þótt R ; þessari merkingu væri tal-
in heimild Markúsar, þá þyrfti ekki að breytast fyrir það á-
lyktunin um það, live mikill hluti Mark. sé runninn frá
munnlegu erfikenningunni í Róm.2)
Guðspjallið sett saman.
Samning Mark. er fvrsta tilraunin, svo að menn viti, til
þess að gefa í riti heildarmynd af starfi Jesú. Við það spring-
ur út ný grein á meiði bókmenntanna. Guðspjallsrit verður
til. Þótt því svipi í sumu að forminu til grískra rita um heim-
spekinga og g}Tðinglegra um rabhía, þá hefir Markús livorki
fyrirmyndina þaðan né úr neinu öðru riti, sem kunnugt sé.
Hið nýja líf, sem brýzt fram hæði í trúboðinu og safnaðarstarf-
inu, ræður því, að hann velur guðspjalli sínu þennan bún-
ing. Honum liefir ekki verið það Ijóst sjálfum, að liann væri
að vinna bókmennlalegt afreksverk og ryðja nýjar brautir
á því sviði. Hann liefir jafnvel ekki lalið sig höfund guð-
spjallsritsins, liann var aðeins að færa í letur og safna sam-
an minningunum um Jesú, sem voru sameign kristninnar
eða áttu að vera. Hann beinir ekki máli sínu til lesend-
anna né lætur sín gæta. Dýrðarmynd Krists á að hlasa við
þeim fyrst og síðast. Og rit Markúsar verður samið í því
formi, að bæði höf. Lúk. og Matt. halda því á sínum guð-
spjöllum.
Fyrir því skal gerð örslutt grein fvrir þvi, hvernig Markús
muni hafa sett lieimildirnar að guðspjallinu saman.
1) Sbr. bls. 203—212.
2) Sbr. bls. 177.