Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Side 183
LUKASARGUÐSPJALL
Ytri vitnisbnrðir um guðspjallið og höfund þess.
Svo langt sem rakið verður, heldur erfikenning kirkj-
unnar þvi fram, að Lúkas, læknir og samverkamaður Páls
postula, hafi samið guðspjallið. En elztu uitnisburðir um
það, sem til eru, eru frá 2. öld.
Sennilega hafa hæði Markíon og Jústínus pislarvottar
þekkt þessa erfikenningu. Markíon hefir Lúk. eitt og tíu
Pálsbréf í helgiritasafni sínu. Hann nefnir það aðeins guð-
spjallið og getur ekki liöfundar. Hann tekur það auðsjá-
anlega fram yfir hin guðspjöllin af þvi, að liann hyggur
það flylja réttast kenningu Krists og i mestri samhljóðan við
boðskap Páls. Þó telur hann sig verða að fella úr því mjög
víða og breyta því, hreinsa það af allskonar villum og
gyðingdómi, sem guðspjallamaðurinn liafi gert sig sekan
um að flétta inn i það. Or Pálsbréfunum sleppir Markion
umsögninni um Lúkas í Kól. 4, 14: „Læknirinn elskaði“,
og liggur sú skýring beinast við á þeirri styttingu, að Mar-
kíon hafi ekki þótt Lúkas eiga það skilið, að fá svo veglegan
dóm lijá Páli, þar sem hann liafi ekki varðveitt betur kenn-
ingar Krists né Páls. Jústínus píslarvottur segir,1) að minn-
ingarit postulanna, guðspjöllin, hafi verið samin „af postul-
unum og fylgdarmönnum þeirra“, og eru þau orð í samhljóð-
an við erfikenninguna um það, að Markús, lærisveinn Péturs,
og Lúkas, lærisveinn Páls, séu guðspjallamenn.
Á ofanverðri 2. öld lýsir íreneus því berum orðum, að
Lúkas hafi skrifað guðspjallið: „En Lúkas, sem fylgdi Páli,
ritaði i hók guðspjallið, er hann prédikaði11.2) Minnist hann
viðar á það, hve náið samband hafi verið milli þeirra beggja.
I sama streng tekur Órígenes og kveður Pál hafa lokið miklu
1) Dial. 103.
2) Kat Aovxág öé, 6 áxólovdog TlavXov xö vrt exeívov y.tjovooófiEVOv evayyhhov
iv /hpXíco y.axéáezo. Adv. haer. III, 1, 1, sbr. einnig III, 10, 1 og III, 14, 1.