Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Síða 184
184
lofsorði á Lúkasarguðspjall (sbr. 2. Kor. 8. 18). Ritskrá Múra-
tórís eignar sömuleiðis Lúkasi guðspjallið með þessum orð-
um: „Þriðju guðspjallabókina, eftir Lúkas, setti Lúkas þessi,
læknir, saman i sínu nafni i réttri röð, eftir himnaför Krists,
þegar Páll bafði tekið bann með sér sem áhugasaman hjálp-
armann. En ekki sá hann drottin i laoldinu. Og sjálfur hóf
hann frásögn sína frá fæðingu Jóhannesar, eftir því sem
hann gat komizt að raun um (viðburðina) .“1)
í elzta formála fyrir Lúk. (í 1 grísku og 38 latneskum
handritum), rituðum gegn Markíonsstefnunni á síðari helm-
ingi 2. aldar, í Róm að líkindum, segir svo meðal annars:
„Lúkas er Sýrlendingur frá Antíokkíu, læknir að iðn. Hann
var lærisveinn postulanna, og fylgdi síðar Páli, unz hann
leið píslarvættisdauða. Hann veitti drottni flekklausa þjón-
ustu, ókvæntur, barnlaus, og andaðist 84 ára gamall fullur
af heilögum anda í Bojótiu. Þá er guðspjöllin voru þegar
samin, Matteusar í Júdeu og Markúsar í Róm, þá ritaði liann
þetta guðspjall að áeggjan heilags anda i Akkeu, og getur
hann þess sjálfur í inngangi, að annað liafi verið ritað á
undan. . . . Eftir þetta skrifaði Lúkas gerðir postulanna“.
Ætterni Lúkasar frá Antíokkíu styðst einnig \ið texta Cam-
bridgehandritsins á Post. 11. kap. 28, sem er þar einn af „Vér-
köflum“ liennar.2) Evsebíus getur hins sama um Lúkas,3) og
minnist á órofasamband hans við Pál, og telur Pál eiga við
Lúk. með orðunum: „Fagnaðarerindi mitt“ (sbr. Róm. 2, 16;
2. Tím. 2, 8).
Erfikenningin um uppruna Lúk. er þannig vngri en erfi-
kenningin um Mark. og stendur ein út af fyrir sig ekki jafn
traustum rótum. Ýmsir fræðimenn líta svo á, sem hún sé
aðeins ályktun, dregin af formála Lúk., efni Postulasögunn-
ar og greinum í bréfum Páls, einkum 2. Tím. 4, 11 (sbr. enn-
fremur Kól. 4, 10, 14; Fílem. 24). En hér er þess að gæta, að
aldrei liefir nafn neins manns annars verið tengt við guð-
spjallið, svo að kunnugt sé, heldur hafa orðin „eftir Lúkasi“,
KATA AOYKAN staðið eins snemma á handritum þess
1) Tertium evangelii librum secundum Lucan, Lucas iste medicus post
ascensum Christi, cum eum Paulus quasi adiutorem studiosum secum ad-
sumsisset, nomine suo ex ordine conscripsit, dominum tamen nec ipse uidit
in carne, et idem, prout assequi potuit, ita et a natiuitate Iohannis incipit
dicere.
2) Sbr. bls. 185 n; 199; 201.
3) Hist. eccl. III, 4, 6. Hist. eccl. III, 4, 7. Vitnisburður Evsebiusar i bess-
um efnum er meira virði fyrir það, að hann er sjálfur Antiokkíubúi.