Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Side 186
186
Páls postula (sbr. 16, 10) segir frá því, sem hann hefir séð
og heyrt. Hver er þessi félagi Páls? Sumir ætla, að liann sé
Silas. En tvennt mælir sterldega gegn því, annað það, að
„Vér-kaflinn“ skuli ekki halda lengra áfram í 16. kap., með-
an sagt er frá fangelsisvist Páls og Sílasar í Filippí, en sú
frásögn tekur við, þegar „Vér-kaflanum“ sleppir, hins vegar
sést hvergi vottur þess, að Sílas hafi nokkru sinni komið
lil Róm (shr. 27, 1—28, 16), en þess myndi eflaust hafa orðið
vart um slíkan mann, hcfði hann verið þar með Páli. Einn
kristinn maður er nafngreindur, sem farið liafi með Páli til
Róm, Aristarkus frá Þessaloníku, en frá því segir í „Vér-
kafla“, svo að ekki er um hann að ræða. Sama er um alla
þá, sem taldir eru samferðamenn hans í Post. 20, 4: „En
honum fylgdu alla leið til Asíu Sópaler Pýrusson frá Beröu,
Secundus og' Gajus frá Derhe og' Tímóteus og Asíumennirnir
Týkíkus og Trófímus. En þeir fóru á undan og biðu vor í
Tróas.“ Barnabas er skilinn við Pál, þegar aðal „Vér-kafl-
arnir“ liefjast (Post. 15, 39).
Þá er í rauninni aðeins um tvo að velja af þei,m förunaut-
um Páls, Títus eða Lúlcas. Því að það verður að teljast miklu
líklegi-a, að annarlivor þeirra sé liöfundur „Vér-kaflanna“,
heldur en að nafn þessa trygga starfsbróður Páls hafi með
öllu fallið í gleymsku, en rit hans þó geymst. Um Tílus er
það kunnugt, að hann fer með Páli til postulafundarins i
Jerúsalem (Gal. 2, 1); væri liann höfundur „Vér-kaflanna“,
hefði því mált vænta „Vér-kafla“ þar, eða a. m. k. ljósrar
frósagnar af fundinum, cn því fer fjarri. Sú frásögn er einna
óljósust í Postulasögunni. Þess verður ekki lieldur vart neing
staðar, að Títus hafi farið með Páli til Róm né dvalið þar,
meðan hann var í fangelsi. Lúkas er aftur á móti í Róma-
borg, þegar Páll skrifar þaðan í fangelsisvist sinni Filemons-
bréfið og Ivólossubréfið. í hinu fyrrnefnda telur liann Lúkas
meðal samverkamanna sinna (24. v.) og í liinu síðarnefnda
flytur hann lcveðju frá lionum, lækninum elskaða (4, 14).
Virðist Lúlcas liafa sýnt Páli slalca trvggð, þvi að enn er liann
hjá lionum í síðari fangelsisvist lians i Róm. Ritar Páll í 2.
Tim. 4, 11 á þessa leið: „Demas hefir vfirgefið mig, af þvi að
liann elskaði þennan heim, Kreskes er farinn til Galatíu og
Títus til Dalmatiu; Lúkas er einn lijá mér“. Annarsstaðar
er vér koinuni sainan, tók einn licirra til rnáls, Agabus að nafni, og boðaði
hann fyrir“ o. s. frv.