Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Qupperneq 189
189
urinn beinlínis heimildanna við samningu guðspjallsins.
Liggur þá beint við að álykta, að „Vér-kaflarnir“ séu ein af
heimildunum. Sú heimild hefir að nokkru leyti verið í dag-
bókarformi og skrifuð ekki löngu eftir að viðburðirnir gerð-
ust, sem hún segir frá. Höfundur Post. sníður af henni og
ritar hana upp, svo að hún falli nákvæmlega inn í söguna,
og stíllinn og blærinn verði hinn sami á lienni og ritinu í
heild sinni. Raunar lætur hann orðið „vér“ lialdast. Hann
gerir það annaðlivort af því, að hann vill að skýrt skuli
koma í ljós, hversu áreiðanleg frásögnin sé, eða hann tekur
sér til fyrirmyndar rit Gyðinga eins og Esrabók og Nehemía,
1. Enoksbók og Barúksbók, þar sem skiptast á í frásögninni
1. og 3. persóna.
Enn er munur á þeirri mynd af Páli, sem Post. og bréf
bans lialda á lofti. Hjá liöfundi Post. brestur á djúpan skiln-
ing á Páli og sérkennum hans. Og sumstaðar er frásögn
hans á þann veg, að hún kernur undarlega fyrir, hafi hann
verið náinn samverkamaður Páls og vinur og vitað glöggt
um afstöðu hans til postulanna og kristnaðra Gyðinga. Sér-
staklega á það heima um frásögnina í Post. 15 um postula-
fundinn. Hún er í ósamhljóðan við Gal. 2. Ályktun fundar-
ins er sú samkvæmt henni, að kristnaðir heiðingjar skuli
halda sér „frá skurðgoðafórnum og frá blóði og frá köfn-
uðu og frá saurlifnaði“ (Post. 15, 29), en i Gal. 2, 10 segir um
fundinn: „Það eitt var lil skilið, að við skyldum minnast
binna fátæku“.
Þessum rökum er fvrst og fremst þvi að svara, að engin
nauður rekur til ])ess, að Post. sé skrifuð mjög seint á fyrstu
öld, þótt guðspjallið sé samið á undan, því að ekki þarf lang-
ur tími að líða í milli, að þessar tvær „frásögur“ eru ritaðar. Þá
er mjög hæpin ályktunin um kynni liöfundar Postulasög-
unnar af „fornum fræðum“ Jósefusar. Að sönnu varjíar Post-
ulasagan skýrara ljósi yfir margt, er Jósefus segir frá,1) en
það er ósannað með öllu, að höfundur hennar hafi haft að-
gang að ritum hans. Villan í Post. 5, 36 n getur vissulega staf-
að af öðru en því, að Þevdas og Júdas séu nefndir í þeirri
röð í „fornu fræðunum“. Einmitt á þessum stað er að öðru
leyti nokkur ósamhljóðan milli ritanna og víða annarsstað-
ar kemur hún skýrt í ljós.2) En jafnvel þótt höfundur Post-
1) Sbr. M. Krenkel: Josephus and I.ucas. 1894.
2) Sjá Foakes Jackson and Kirsopp Lake: 'l'he Beginnings of Christianity I,
hls. 313. Sbr. ennfr. t. d. frásögnina um fangelsun Jóhannesar skírara í Lúk.