Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Side 192
192
Enn kemur fleira til greina, sem stjTkir þá skoðun, að
Lúkas, höfundur „Vér-kaflanna“, sé einnig höfundur Post.
og guðspj allsins.
Málið á „Vér-köflunum“ liefir verið borið nákvæmlega
saman við málið á Postulasögunni og guðspjallinu.1) Sam-
liljóðan i milli er afarmikil, svo að ýmsum fræðimönnum
virðist nálgast sönnun fyrir því, að höfundurinn að öllu sé
hinn sami. Sérstaklega má t. d. nefna það, að orðalag sög-
unnar um Jesú í storminum (Lúk. 8, 22—25) minnir mjög
á sjóhrakningasögu Páls í Post. 27 og hefir liöf. Lúk. breytt
fyrrnefndu sögunni úr Markúsarlieimildinni í það horf.2) Það
er hvergi of mælt, sem sir Jolm Hawkins segir að loknum
samanburði: „Þegar á allt er litið, verða innri rök málsins
svo þung á metunum, að fullar líkur má telja fj'rir því, að
höfundur „Vér-kaflanna“ og liöfundur Post. og guðspjalls-
ins sé einn og sami maður.“
Erfikenning kirkjunnar hefir ekki aðeins talið guðsi)jall-
ið eftir Lúkas, lieldur einnig Postulasöguna. Enginn annar
liöfundur kemur þar til greina. Þetta er því merkilegra og
þungvægara sem meiri líkur eru til, að nafn höfundar fylgi
frá uppliafi ritum, sem tileinkuð voru ákveðnum mónnum.
Þeófílus og margir fleiri vissu þegar um liöfund þessara
merkilegu bóka, og jafnskjótt sem handrit af þeim hreidd-
ust út eða menn kynntust þeim með öðrum liætti, þá vildu
þeir að sjálfsögðu vita, hver sá var, er talaði í 1. persónu
í inngangi þeirra. Beinir vitnishurðir um uppruna Postula-
sögunnar eru jafngamlir þeim, er skýra frá samningu
guðspjallsins. Ireneus segir hiklaust, að Lúkas hafi skrif-
1) Sbr. John Hawkins: Horæ Synopticæ, l)ls. 182—189,
2) Þessi saga er aðeins 94 orð og mjög lík hliðstæðunum, Mark. 4, 35—41
Matt. 8, 18, 23—27. Af samanburðinum við þær sést, livaða orð eru sérkenni-
leg fyrir höf. Lúk. Kemur ])á þegar til greina í 22. versi viðbótarsetningin:
„y.al av-i}yj)r\aav,“ og þeir létu frá landi. En þessi sögn aváyeodai, = leggja
á djúpið, kemur iðulega fyrir í „Vér-köflunum“ og auk þess tvisvar í Post.,
annars finnst hún hvergi i öllu Nýja testam. í 23. versi er felld inn í sögnin
7t).áv = sigla, ferðast á vatni, hún kemur aldrei fj-rir í hinum Samstofna
guðspjöllunum, en 4 sinnuin í „Vér-köflunum“. I sama versi er sneitt lijá
þvi að nefna rá xv/iara = öldurnar, að þær hafi fallið inn í bátinn, heldur
sagt á sjómannamáli, að geíið hafi á. En þetta er i samræmi við leshátt
beztu handrita A B) á Post. 27, 41, þar sem segir „Skuturinn tók að
liðast sundur af rótinu", en ekki er nefnt öhlurót (fiía xtov y.v/iáxcov). Þannig
koma fram í þessari stuttu sögu 3 sérkenni á stíl höfundar „Vér-kaflanna“.
Er það enn merkilegra fyrir það, að sagan er tekin úr Mark., svo að i raun-
inni er ekki neina uin örfá orð að ræða frá guðspjallamanninum sjálfum.