Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Qupperneq 195
195
ingu Post. fyrr en um 100. Hefði hann þá liaft ærið tækifæri
til þess að kynnast vel ritum Jósefusar, og ætti villan í Post.
5, 36 n þangað rót sína að rekja. Margir vísindamenn telja
því Post. samda á árunum 95—100, eða um 100. Seinna ætla
fáir liana ritaða, þeir sem hyggja á annað horð Lúkas hafa
samið hana, þvi að varla hefir maður á áttræðisaldri unn-
ið slikt stórvirki. En nokkur tími — líklega svo að árum
skiptir — hlýtur að líða milli þess, að guðspjallið og hún
eru samin. Annað eins rit og Post. liefir verið lengi í smíð-
um og alls óvíst, að Lúkas liafi byrjað á lienni, er liann hafði
fengið Þeófílusi guðspjallið i hendur. Mun skoðun guðfræð-
inga láta nærri, að ekki líði skemmri tími en 5 ár milli
samningar ritanna. Má því líta svo á, að guðspjallið og Post.
séu samin í síðastci lagi á áratugnum 90—100. En þau gætu
vel verið fyrr samin.
A. Harnack fer þar einna lengst guðfræðinga. Hann hjrgg-
ur Post. ritaða um 65 eða heldur fyrr, og eru aðalrök hans
sem hér segir.
Niðurlag Post.1) verður að skilja svo, sem að 2 árum liðnum
hafi einhver breyling orðið á fyrir Páli, þvi að ef allt liefði
staðið við sama, þá liefði ekki verið notaður aor. svsjueivev,
heldur præsens eða imperfectum. Eðlilegast verður að lmgsa
sér, að Páll hafi verið látinn laus um sinn og haldið áfram
að boða fagnaðarerindið í Róm, því að annars mvndi þess
getið í Post., hvert liann hefði farið. Um þetta leyti mun
Post. vera samin, að minnsta kosti áður en Lúkasi er kunnugt
um dauða Páls. Það er óhugsandi, að hann hefði ekki sagt
frá þeim afdrifum hans, ef liann hefði vitað um þau. Áttá
síðustu kapítulana liefir hann haldið athygli lesendanna við
mál Páls. Hvernig gat liann látið frásögnina falla, ef lionum
voru kunn málalokin? Hefðu guðspjallamennirnir getað látið
guðspjöll sín enda á því, að Kristur væri leiddur fyrir Píla-
tus? Nei. Á líkan hátt verður að álykta um Lúkas. Hann
semur Post. meðan Páll er enn á lifi.2)
1) „Og hann (þ. e. Páll postuli) var (évé/ieivev) tvö árin full í cinu
leiguherbergi og tók á móti öllum þeim, sem komu inn til hans, og prédikaði
um guðsriki og fræddi um drottin Jesúm Krist með allri djörfung tálmunar-
laust“ (28, 30 n).
2) Joliannes Weisz slær fram þeirri tilgátu (Das Urchristentum bls. 106—
107), að Postulasagan hafi ekki aðeins verið samin handa kristnum mönr.-
um í Róm, heldur hafi hún átt að vera varnarrit fyrir Pál postula og verið
ætluð jafnframt Rómverjum almcnnt, einkum dómuruin hans. Einnig hefir
þess verið getið til af öðrurn, að Þeófilus hafi staðið í nánu sambandi við