Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Blaðsíða 196
196
En gegn þessum dómi Harnacks, er hann ver af kappi,
standa sterk rök, og nægir að nefna fá ein.
1. Niðurlagið á 2. Tím. (4, 6—22) sver sig greinilega í ætt-
ina til Páfabréfa, hvað sem fyrri hluta hréfsins kann að líða;
sýnir það, að Páll postuli hefir losnað úr varðlialdinu i Róm,
er Post. skýrir frá, og ferðast þá innan skannns til Aust-
urlanda. Um þessa ferð hefir Lúkasi verið kunnugt, þar
sem hann segir í Post. 28 frá fangavist Páls eins og henni
sé lokið.
2. 1 Post. er rakin sigurför fagnaðarerindisins til Róm svo,
að samsvarar hyggingu guðspjallsins, eins og áður hefir
verið sagt.* 1) Þá hafði það tekið sér bólfeslu í hjarta Róma-
veldis, sem líf heimsins streymdi um. Allar þjóðir fengu að
heyra það. Þannig rættust orð Jesú í upphafi Post. (1, 8),
að lærisveinar hans skyldu vera vottar hans „til yztu endi-
marka veraldarinnar“, og þannig kom það fram, sem Páll
hafði sagt og trúði, að myndi verða (Post. 19, 21; 23, 11).
Það er ekki ætlun Lúkasar að rekja sögu postulanna, lield-
ur sögu fagnaðarerindisins, sem þeir boða. Má vera einnig,
að Lúkas hafi ætlað sér að skrifa þriðju frásöguna,2) þótt
ekki jæði úr því, og þar hafi ált að segja frá æfilokum Pét-
urs og Páls. En slík skýring er þó ekki nauðsynleg. Niðurlag
Post. er eðlilegt og áhrifamikið eins og það er.
3. En livað sem öllu öðru líður, þá er afstaða Lúkasarguð-
spjalls til Markúsarguðspjalls slík, að skoðun Harnacks og
fylgismanna lians á aldri Post. getur alls ekki staðizt. Mark.
er ein aðalheimild Lúkasar, er hann semur guðspjall sitt.
Og Mark. er samið lieldur síðar en IJarnack telur Post. rit-
aða. Lúk. og Post. hljóta því að vera all-miklu. gngri en hann
Iiyggur.3)
dómþingið, scm hafði mál I'áis með höndum, og Lúkas hafi afhent honum
guðspjallið og Postulasöguna sem sönnunargögn fyrir þvi, að Páll hefði i
engu brotið gegn lögum Rómaveldis.
1) Sbr. bls. 79—81; 185.
2) Svo hyggur Zahn, sbr. „Das dritte Buch des Lucas“ (Neue kirchl.
Zeitsch. 1917, bls. 373—395).
3) Zalin fer einkennilega leið til ]>ess að sanna, að Post. sé fyrst rituð
eftir dauða Páls. Hann fylgir fornum lesliætti á Post. 13, 1, þar sem i stað
orðanna „Mavafjv rr 'Hnáðov". „Manaen Ileródesar", stendur „o; /tévei eto;
aon“, „sem er á lífi allt til ]>essa“. En á undan þessum orðum er nefndur
Lúkíus frá Kýrcne. í versunum eru nefndir nokkrir spámenn og kennarar i
söfnuðinum í Antíokkiu, þar á meðal Sál (þ. e. Páll postuli). Pegar það nú
er sérstaklega tekið fram um Lúkius einan, að hann sé enn á lifi, þá hljóti
allir hinir að vera dánir, þegar ritið er samið.