Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Page 198
198
athugi þa‘ð“. Yfirleitt eru spádómarnir í Lúk. um evðing
Jerúsalemborgar skýrari lieldur en í hinum Samstofna guð-
spjölluiium, sbr. Lúk. 19, 43 n; 21, 10—24 við Mark. 13, 14—19
og Matt. 24, 15—22. Ennfemur tilfærir Lúkas (og höf. Matt.)
aðeins orðin: „Hús mitt á að vera bænahús“ sem tilvitnun
Jesú við musterishreinsunina til Jes. 56, 7 (Lúk. 19, 46),
en sleppir framhaldinu, Markús hefir aftur á móti (11,
17) „fyrir allar þjóðir“. Þetta er engin tilviljun. Von spá-
manna G. t. um það, að lieiðingjarnir safnist til Zíonfjalls
og musterisins og tilbiðji þar hinn eina sanna Guð, getur
ekki rætzt framar að dómi þessara guðspjallamanna:
Musterið er rúst, Jerúsaiem eydd, þjóðin fallin. Af þessu
sést það, að Lúk. er ekki skrifað fyrr en eftir árið 70, að
minnsta kosti ekki Lúk. allt, eins og það liggur nú fvrir.
Nánar verður ekki um það sagt, hve nær það er samið á
árabilinu frá 70 til 80 eða jafnvel til fyrstu ára 9. tugarins.
Mun ekki fjarri að nefna árin 75—80. Enda virðist guð-
spjallið þrungið krafti postulatímabilsins.
Um staðinn þar sem guðspjaliið er ritað eru liarla litlar
bendingar aðrar en þær, sem geymast í formálanum fyrir
Lúk. og nefndar liafa verið.1) Samhljóða þeim er vitnis-
burður Híerónýmusar kirkjuföður í formála fyrir skýring-
um hans yfir Matteusarguðspjall, liann kveður Lúkas liafa
skrifað guðspjallið í Akkeu og Bojótíu,2) en óvist er, við hvað
hann styðst í þeim efnum. Sízt er að forlaka, að réttar end-
urminningar séu undirstaða þessarar skoðunar. Guðspjallið
sjálft gefur engar uppiýsingar um það hvorki lil né frá,
nema að það er ritað fyrir hinn grískmenntaða heim. Margir
staðir í því sýna, að lesendurnir, sem hafðir eru í huga, eru ekki
Gyðingar. Þótt hinir guðspjallamennirnir bregði þráfaldlega
fjTÍr sig hebreskum eða aramaiskum orðum og setningum,
þá liendir það Lúkas lítt. Hann notar í staðinn hreina grísku.
Á sama hátt sneiðir liann hjá latneskum orðatiltækjum.
Þegar nefndar eru borgir eins og Nasaret eða Betlehem, þá
er bætt við til skýringar, hvar þær séu (1, 26; 2, 4), um byggð
Gerasena er þess getið, að hún sé liinumegin gegnt Galíleu
(8, 26), og Arímaþea er nefnd borg Gyðinga (23, 51). Þeó-
1) Sbr. bls. 184.
2) „Tertius I.ucas medicus, natione Syrus Antiochensis (cujus laus in Evan-
gelio), qui et discipulus apostoli Pauli, in Achaiæ Bæotiæque partibus volu-
men condidit“ (sbr. 2. Kor. 8, 18).