Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Qupperneq 199
199
fílus virðist eftir ávarpinu að cjæma (1, 3)1) enn vera heið-
ingi og ekki laus við efa um kristindóminn, þótt liann laðist
að honum. Þessum efa vill Lúkas stökkva á burt og sannfæra
Þeófílus um áreiðanleik frásögu sinnar og aðra þá, er líkt
kann að vera ástatt fyrir. Jafnframt hefir hann i huga söfn-
uði kristnaðra heiðingja. Hann ritar guðspjall sitt bæði í
þágu trúboðsins meðal heiðingja og til þess að bæta úr þörf
heiðingjakirkjunnar á skrifuðu guðspjalli, er geymdi erfi-
kenninguna. Sú þörf var eins og líkindum ræður mest meðal
kristnaðra lieiðingja, því að þar voru fáir, er gátu fullnægt
lienni. Hafi Lúkas eftir dauða Páls flutt til Akkeu, þá er
sennilegt, að hann liafi sett saman guðspjall sitt á Grikklandi
og haft í huga gríska og makedónska söfnuði, er hann
gaf það út.
Lúkas guðspjallamaður.
Áður en leitazt er við að leiða í ljós lieimildir Lúkasar,
lilýðir vel, að rent sé augum yfir það, sem ályktað verður
um hann og æfi lians. Kemur þá frásögn Postulasögunnar
einkum til greina.
Hið fyrsta, sem ráðið verður af Post. um Lúkas2) skv.
Vesturlandatextanum (Post. 11, 28 D), er það, að hann er
kristinn safnaðarmaður i Antíokkíu um miðjan 5. áratuginn
e. Kr. Þar kynnist hann meðal annara spámanna og kenn-
ara Páli postula og Barnabasi og Jóhannesi Markúsi, sem
þeir tóku þangað með sér frá Júdeu. Á annari kristniboðs-
för Páls árið 50 kemur hann, að þvi er virðist (sbr. Post. 16,
10—17), til Tróas til samstarfs með þeim Sílasi.3) Hann
veit jafnskjótt um sýnina, er birtist Páli þar og knýr þá alla
til þess að leita til Makedóníu og Grikklands. í Filippíborg
1) Hann er nefndur „göfugi“ (xQáuozt) Þeófilus, en það var tignarávarp
og stundum haft um rómversku landstjórana i Júdeu (Post. 23, 26; 24, 3;
26, 25). Vita menn cliki til þess, að það liafi á þeim tímum nokkru sinni
verið haft um kristna bræður. Er þvi ósennilegt, að Þeófílus hafi l>á þegar
verið safnaðarmaður. í upphafi Post. er liann aðeins nefndur nafni sínu
einu (1, 1). Mætti ef til vill álykta af þvi, að þá væri hann orðinn kristinn
maður.
2) Lúkasarnafnið er sennilega stytting, annaðhvort úr Lúkios (Órígenes i
Rom. coram. X, 39) eða Lúltanos, cins og stendur í fornum latncskum hand-
ritum af guðspjallinu.
3) Á það hefir verið bent, að veikindi Páls undanfarið í Galatalandi (Gal.
4, 13—15 sbr. 2. Kor. 12, 7) muni hafa valdið þvi, að Lúkas fór til hans í Tróas.