Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Side 200
200
taka þeir atburðir til hans, er verða þess valdandi, að Páli
og Sílasi er varpað í fangelsi. Von bráðar er þeim þó aftur
sleppt þaðan og þeir lialda suður á bóginn til fleiri liorga á
Balkanskaga. Þá virðist Lúkas liafa skilið við þá, því að ella
mætti vænta þess, að „Vér-kaflarnir“ liefðu haldið áfram.
Hverfur liann nú gersamlega sjónum mörg ár. En einkenni-
legt er það, að hann skuli aftur vera staddur i Filippí, er
ljós sögunnar fellur á hann á ný (Post. 20, 5—15). Mætti
ætla af því, að hann hefði boðað um lirið kristna trú í Make-
dóníu og á Grikklandi, og er engan veginn ósennileg tilgátan
forna, að Páll eigi við Lúkas, er hann ritar Korintumönnum
frá Makedóníu seint á árinu 55 og kveðst senda þeim „þann
bróður, sem orð fer af í öllum söfnuðunum fjrrir starf lians
í þjónustu fagnaðarerindisins”. Þeir Páll og Lúkas munu
hittast í Filippí vorið 58. En Páll siglir til Asíu á undan
Lúkasi og förunautum hans og biður þeirra svo i Tróas (Post.
20, 1 nn). Þangað kemur Lúkas lil bans öðru sinni og er nú
förinni heitið austur á bóginn. Þó eru þeir Páll ekki sam-
ferða í fyrstu. Lúkas ferðast á skipi, en Páll fótgangandi,
unz liann stígur á skip með Lúkasi. Sigla þeir saman og
koma við bjá kristnum bræðrum á ýmsum stöðum. I Sesareu
koma þeir í hús Filippusar trúboða og kynnast einnig fjór-
um dætrum lians, „er spáðu“. Þaðan halda þeir eftir „ekki
allfáa daga“ til Jerúsalem (Post. 21, 1—18). Þar bíða Páls
miklar raunir og má nærri geta, að þær taka allar mjög til
Lúkasar, er mun bafa dvalið með honum i borginni. Páll
er svo fluttur fangi norður til Sesareu og situr þar i varð-
haldi 2 ár, 58—60. Mjög sennilegt er, að Lúkas liafi einnig
dvalið í borginni a. m. k. nokkuð af þeim tíma. Tryggð lians
við Pál í fangelsi síðar styður það og sú skoðun, að liann
hafi verið „af söfnuðinum kjörinn samferðamaður“ Páls
(2. Kor. 8, 19) með sérstöku tilliti til þess, að hann var læknir
og gat betur fjæir það vakað yfir heilsu Páls. Irnkas fylgir
einnig Páli frá Sesareu til Róm, er liann hefir skotið máli
sínu til keisarans. Sú för stendur fram á sumar 61 og er
mjög hrakningasöm, en aldrei brestur Pál kjark né traust
(Post. 27, 1—28, 16). Síðan taka við full tvö fangelsisár fyrir
Páli í Róm, en liann hefir frelsi til þess að boða fagnaðar-
erindið tálmunarlaust. Lúkas er þar með honum eins og
fangelsisbréfin sýna, Kól. (4, 10—14) og Fílem. (24). Hann er
ekki sambandingi hans, eins og Páll nefnir Aristarkus (Kól.
4, 10) eða Epafras (Fílem. 23), lieldur samverkamaður lians