Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Page 202
202
Formáli Lúkasar.
Engum blöðum þarf um það að fletta, að Lúkas styðst við
skriflegar heimildir, er liann ritar guðspjallið. Hann segir í
formálanum'fyrir því: „Margir hafa tekið sér fyrir hendur
að færa í sögu viðburði þá, er gjörst hafa meðal vor, eins
og þeir menn hafa látið til vor herast, er frá öndverðu voru
sjónarvottar og síðar gjörðust þjónar orðsins. FjTÍr þvi réð
eg það líka af, eftir að eg hafði rannsakað alt kostgæfilega
frá upphafi, að rita fyrir þig samfelda sögu um þetta, göfugi
Þeófílus“ (Lúk. 1, 1—3).
Hér gerir Lúkas greinarmun á þeim, sem í öndverðu voru
sjónarvotlar og síðar þjónar orðsins, og liinum, er færðu í
sögu viðburðina samkvæmt frásögn þeirra. Sjónarvottarnir
og þjónar orðsins „liafa látið til vor berast" það, sem þeir
sáu og heyrðu hjá Jesú. Með því mun átt við það, að þeir
hafi yfirleitt flutt boðskap sinn munnlega. Einmitt þess-
vegna finna „margir“ hvöt hjá sér til að færa i sögu frá-
sögn þeirra um viðburðina og taka sér fyrir liendur að rita
liana. Þannig hófst hin munnlega og skriflega erfikenning
um Jesú. Lúkas þekkir livoratveggju. Að vísu gat Páll post-
uli eklci sagt honum annað en það, sem hann „einnig liafði
meðtekið“ (1. Kor. 15, 3), en liann hefir komið honum i
lcjmni við þá, er lifað höfðu nánum samvistum við .Tesú og
máttu veita honum fræðslu um æfi hans og starf milliliða-
laust. Það er næsta líklegt, að Lúkas hafi, er hann var í fylgd
með Páli, kynnzt einhverjum af postulunum tólf, bræðrum
Jesú og jafnvel móður hans, liafi liún náð liáum aldri.1)
Skilyrðin hafa vafalausl verið gúð fyrir hann til }>ess að
„rannsaka alt kostgæfilega frá upphafi“, einkum mun liafa
verið vel til þess fallinn tíminn, sem Páll dvaldi í fangelsi i
Sesareu, er Lúkas beið þess að verða förunautur lians til
Rómaborgar. Læknir liefir einnig mörgum frgjnur ált greið-
an aðgang að mönnum, ekki sízt þeim, er tignir voru. Skrif-
legu erfikenninguna hefir Lúkas sömuleiðis þekkt vel, þótt
hann liafi ekki haft meiri mætur á henni, hún var aðeins
hliðstæð hinni munnlegu og mjótt bilið i milli. Hverir þessir
„mörgu“ eru, sem hafa tekið sér fyrir hendur að færa við-
burðina í sögu, vita menn ekki, nema örugt má telja Markús
1) Sbr. Post. 1, 14. Sennilegt er, að María hafi verið um 15 ára gömul, er
hún ó! Jesú. Er giftingaraldur lágur i Gyðingalandi.