Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Síða 203
203
einn af þeim, samstarfsmann Lúkasar. En rit þeirra, scg-
urnar um viðburðina, munu vera söfn þau af orðum Jesú
og frásögnum um liann, sem söfnuðirnir voru teknir að eign-
ast. Hafði Lúkas. nokkur kynni af öllum höfuðsöfnuðum
kristninnar,1) ög er því sízt að furða, þótt hann geti um
„marga“ í þessu sambandi. Hann þekkir meira og minna
til þessara safnaðabókmennta og hefir þær til stuðnings og
liliðsjónar við samningu guðspjalls síns. Síðan hverfa þessi
smárit liægt og liægt af sjónarsviðinu, er aðalefni þeirra var
komið í löngum guðspjallsritum.
Hafi Lúkas verið Antíokkíumaður að uppruna, þá má
geta því nærri, að minningaarfur safnaðarins þar um Jesú
hefir verið ein aðalheimild hans. Og til þess væru einnig
líkur, jafnvel þótt hann liefði ekki verið Antíokkíumaður,
því að liann miðar Postulasöguna svo mjög við Antiokkíu.
Hún er miðstöð kristninnar og höfuðborg í augum lians.
Sameig’inleg grísk ræðuheimild
Lúkasarguðspjalls og’ Matteusarguðspjalls.
Eins og sagt hefir verið hér að framan, eru um 200 vers
sameiginleg með Lúk. og Matt.2 3) og mörg þeirra svo sam-
hljóða, að ekki verður skýrt með öðrum hætti en að þau
séu tekin upp úr sömu grísku heimild.-') Þau eru engan
veginn öll mjög lík, en þó meiri hluti þeirra. Ólikari orðin
munu tekin úr mismunandi þýðingum af aramaísku eða
runnin frá munnlegri erfikenningu. Þessar tvennskonar
lieimildir þarf að reyna að greiða sundur, og verður það
lielzt fært með því að gera ítarlegan samanburð á sameigin-
legu efni Lúk. og Matt. orð fyrir orð. Sumir kaflar og máls-
greinar eru raunar svo iík að orðalagi, að enginn vafi
leikur á floklcun þeirra, en þar sem meiri munur er á því,
verður vandinn mikill að skipa þeim rétt niður, og um sum
getur alltaf orkað tvímælis.
Hér á eftir verða nú þau vers talin, sein sterkar líkur virð-
ast fyrir, að séu úr sömu grísku heimildinni (eða heim-
1) Sbr. þá, sem nefndir eru á bls. 132—138.
2) Sbr. bls. 13—14.
3) Sbr. bls. 58.