Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Blaðsíða 208
208
trausti, þótt þrautir bíði þeirra. Niðurröðunin á ræðunum
mun liafa verið liin sama sem í Lúk., þar sem það er ein-
kenni á heimildameðferð Lúkasar, að liann lætur haldast sem
mest efnisskipun, en höf. Matt. aftur á móti steypir saman
skyldu efni í langar ræður.1) Af þessu efni öllu fæst glögg
liugmynd um lieimildina og bending um það, að hún muni
líklega fremur ein en l'leiri. En gera má ráð fyrir, að hún
liafi verið nokkru lengra rit en þessar ræður og málsgrein-
ar, sem taldar liafa verið. Það er jafnvel liklegt, að guð-
spjallamennirnir háðir hafi valið sumt efni úr henni hvor
á sinn veg, svo að meira geymist úr henni i guðspjöllunum
en full vitneskja fæst um.2) En út í ágizkanir um það, hvaða
vers það séu, skal ekki fara. Slikt væri tilgangslaust.
Um aldur þessarar sameiginlegu grísku ræðuheimildar
Lúk. og Matt., se.m hér eftir mun nefnd Rj, gildir liið sama,
sem fræðimenn hafa almennt ályktað um R: Hún er mjog
forn, eldri en Mark. Hún er óháð öðrum ritum Nýja testam.,
ekki aðeins Mark., heldur einnig bréfum Páls og trúarskoð-
unum hans yfirleitt. Hún er eitt af fornu söfnunum af orðum
Jesú og hið mesta og dýrmætasta, þar sem hún hefir að
geyma hæði „Sæluboðanirnar“ og „Faðir vor“. Hún lield-
ur á lofti mynd .Tesú þannig, að opið og ófyllt skarð stæði
eftir, ef hana vantaði. Það er því samróma álit alls þorra
vísindamanna, að R sé ekki yngri en frá miðri öldinni. Rök
þeirra eiga jafnt við um Iþ, og mun láta nærri, að hún sé rit-
uð um árið 50.
En livar er liún upprunnin?
Úr því verður nú að sönnu ekki skorið með vissu, hvort
þessi heimild hefir verið frumsamin á grísku eða ])ýðing
úr aramaisku,3) en heimild á grísku hendir ótvirætt til
grískumælandi safnaðar.
1 .Terúsalemsöfnuðinum var engin þörf á slíkri heimild.
1) Sbr. bls. 43—44; 260—261.
2) Streeter liyggur, að þar sé aöeins um litið efni að ræða, og færir ]>essi
rök helzt máli sínu til stuðnings: 1. Höf. Matt. notar mestalla Markúsar-
heimild sína. Þvi eru likur til, að liann fari svipað með R. 2. Efni lians, sem
varðar einkum Gj'ðinga, er úr annari heimild (M.) runnin, svo að skoðun
vísindamanna á ])ví, að Lúkas hafi sleppt því úr R af ásettu ráði vegna les-
enda sinna, kristnaðra lieiðingja, stenzt ekki. 3. Lúkas hefir eins og höf.
Matt. tekið upp að mestu Markúsarheimild sína, þar sein i Mark. eintak lians
mun hafa vantað allan kaflann 6, 45—8, 26. Og á sama liátt hefir hann að öll-
um líkindum, sagnfræðingurinn meðal guðspjallamannanna, notfært sér jafn
ágæta lieimild og R.
3) Sbr. þó bls. 73.