Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Side 209
209
Þar bárust orð Jesú á aramaisku munnlega mann frá manni,
líkt fyrir sitt leyti og kenning lærifeðranna, og þegar farið
var að skrifa þau, voru þau auðvitað færð í letur á aramaisku.
En um grískumælandi söfnuði var allt öðru máli að gegna.
Þar var þegar í stað nauðsynlegt að eignast safn af orðum
Jesú á grisku, annaðhvort frumritað á þvi máli eða þýtt úr
aramaisku. Naumast hefir nokkur söfnuður verið jafn lik-
legur til þess að eignast skjótt þesskonar safn eða söfn eins
og Antíokkíusöfnuðurinn. Aðstaða lians til þess var liin
ákjósanlegasta.1) Hann stóð í mjög nánu sambandi við Jerú-
salemsöfnuðinn og átti mörgum þeim að fagna hjá sér, „er
frá öndverðu voru sjónarvottar og síðan gjörðust þjónar
orðsins“. Hann átti þess kost öðrum fremur að eignast liið
ágætasta safn af orðum .Tesú. Og engin ástæða er til að ætla,
að hann hafi ekki neytt þess. Svo rikur var trúboðsáhugi
hans á þeim áratugum, sem hér er um að ræða. Þess var
einnig hin brýnasta þörf jafnt við trúboð innra og ytra að
styðjast við Jesú eigin orð óbreytt.
Það liggur því beint við að bera fram þá tilgátu, að gríska
heimildin, sem er sameiginleg Lúk. og Matt. einum, hafi
verið Antíokkíuheimild.
Tilgátan styðst einnig við það, að Lúkas var Antíokkíumaður,
eða að minnsta kosti vel kunnugur þeirri borg2) og tók hið
mesta tillit til hennar. Og enn má færa henni til stuðnings
þau rök, er síðar greinir, að Matt. muni ef til vill saman sett
í Anlíokkíu. Væri það þá engin tilviljun, að erfikenning
Antíokkíu og Rómaborgar félli í einn farveg í þessum guð-
spjöllum. Enda mun ástæðan til þess, að ein fjögur guð-
spjöll hlutu almenna viðurkenningu, vera sú, að þau voru
tengd órofaböndum við höfuðsöfnuði kirkjunnar, er höfðu
andlegu forystuna.
Annað sameiginlegt efni
Lúkasarguðspjalls og' Matteusarguðspjalls einna.
Annað sameiginlegt efni Lúk. og Matt. einna en þessi
gríska ræðuheimild, Rx, er 70—75 vers, eða þessir kaflar og
málsgreinar:
1) Sbr. bls. 134—135.
2) Sbr bls. 201.
27