Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Blaðsíða 211
211
7 1 Matt., sem kynnu að þykja eins líkleg til að vera úr sam-
eiginlegri grískri heimild, en skyldleikinn í orðalaginu stafar
vísast af því, live fast það hefir verið meitlað í upphafi á
aramaiskunni. Sumstaðar er líkingin svo lítil, að furðulegt
er, hve öruggir visindamennirnir hafa verið í því að telja máls-
greinarnar úr sömu heimildinni. Til dæmis um það nægir að
sýna samanburð á orðunum um tákn tímanna:
Lúk.
54 Og hann
sagði einnig við fólkið: Þá er
þér sjáið ský draga upp i vestri,
segið þér jafnskjótt: Það kem-
ur regn. Og það verður svo.
55 Og er þér sjáið sunnanvind
ldása, þá segið þér: Það mun
verða steikjandi hiti. Og það
verður.
58 Hræsnarar, þér hafið vit á
að meta útlit jarðarinnar og
himinsins; en þennan tíma,
hvernig er því varið, að þér
skulið ekki hafa vit á að meta
hann?
Matt.
2 En hann
svaraði og sagði við þá: Að
kvöldi segið þér: Góðviðri, því
að himininn er rauður. 3 Og að
morgni: Illviðri í dag, því að
himininn er rauður og dimmur.
Um himinsins útlit kunnið
þér að dæma, en um tákn tím-
anna getið þér ekki dæmt.
Þar sem sameiginlegur orðaforði er svo lílill (shr. ennfr.
nr. 2, 3, 10—11, 17) og mikill munur á allri framsetningunni,
virðist sennilegast, að Iwor guðspjallamaðurinn sœki efnið i
sína kvísl munnlegu erfikenmngarinnar. Orðavalið er
of frábrugðið til þess, að guðspjallamennirnir hafi vikið
þannig við orðum sama heimildarrits1) og varla mun heldur
vera um að ræða tvennar grískar þýðingar á sömu aramaisku
orðunum. En þrátt fyrir það hefir tekizt einkennilega vel
að halda merkingunni í orðunum. Það eru sömu orð Jesú,
sem hafa smámsaman færzt í þetta mismunandi form við
það að berast jnann frá manni í söfnuðunum. Er ekki annað
sennilegra en að sú kvísl, sem Lúkas eys af, sé erfikenning
Antíokkíusafnaðarins.
Hin orðin, sem líkari eru, munu sennilega runnin frá mis-
jöfnum þýðingum úr aramaiskri ræðuheimilcl, R2. Það verð-
ur ekki sannað, en styðst við ályktanir, sem dregnar liafa
verið af málfræðirannsóknum vísindamanna allt frá dög-
1) Sbr. W. Bussmann: Synoptische Studien II, bls. 151—154.