Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Page 214
214
Dæmisagan um dómarann og ekkjuna: 18, 1—8.
Dæmisagan um Faríseann og tollheimtumanninn: 18, 9—14.
Sakkeus: 19, 1—10.
Spádómur um eyðing Jerúsalem: 19, 39—44.
Niðurlag Endurkomuræðunnar: 21, 34—38.
Innsetning kvöldmáltíðarinnar: 22, 15—18.
Kveðjuorð: 22, 31 n, 35—38.
Jesús frammi fyrir Heródesi: 23, 6—16.
Jerúsalemdætur: 23, 27—31.
Ræningjarnir: 23, 39—43.
Emmausgangan: 24, 13—35.
Jesús birtist í Jerúsalem: 24, 36—49.
Himnaförin: 24, 50—53.
Ræðuheimildirnar, Ri og R2, eru fléttaðar saman við
mikið af þessu sérefni Lúkasar, svo að vel má telja það efni
allt uppistöðu guðspjallsins, eins og Streeter gerir.1) Hvað sem
kenningunni um Frum-Lúkasarguðspjall kann að líða, þá
verður því ekki móti mælt, að þessar heimildir koma aðallega
eða eingöngu fram í samhandi við sérefni Lúkasar og ekki fyrr
en í 3. kap.
Það eru þrír höfuðkaflar í Lúk., þar sem sérefni þess er
runnið saman við RT og R2, en Markúsarheimildarinnar gætir
lítt eða ekki. Fylgir hér uppdráttur, sem sýnir kaflana og sam-
band þeirra við Markúsarheimildina.
Þessir kaflar (B, C og D) skulu nú athugaðir hver um sig
og þess jafnframt gætt, lnernig Lúkas hefir fellt RT og R2
licimildirnar inn í þá.
1. Fyrsti kaflinn nær yfir 3, 1—4, 30, eða þessar frásögur:
Jóhannes skírari og prédikun hans (RT): 3, 1—20.2)
Skírn Jesú: 3, 21 n.2)
Ættartala Jesú: 3, 23—38.
Freisting Jesú (Ri): 4, 1—13.
Jesús hefur starf sitt: 4, 14 n. (Sbr. Mark. 1, 14 n).
í Nazaret: 4, 16—30. (Shr. Mark. 6, 1—4).
1) Sbr. bls. 75 nn.
2) Frásagan um Jóhannes skirara og skirn Jesú er að nokkru leyti úr Mark.