Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Blaðsíða 216
216
frásaga, um Mörtu og Maríu, er enn sérefni Lúkasar og
virðist ekki standa í nánu sambandi við annað efni hvorki
á undan né eftir. En skyldi þó ekki hafa vakað fyrir Lúkasi
að sýna jafnhliða hinum starfandi kærleika tilbiðjandi kær-
leika, er hlýðir þögull við fætur drottins á orð lians. Og
vissulega á það vel við að draga upp þessa mynd af Maríu,
áður en næsti kafli Rx hei'st, um „Faðir vor“ og bænalífið.
Haldast nú Ri og R2 samfeldar að mestu frá upphafi 11.
kap. til 12, 10.1) Nokkur vers á milli eru þó sérefni Lúkasar,
en þau hagga í engu við uppistöðunni. Dæmisagan um áleitna
vininn 11, 5—8 lýsir því, hvernig sá fær, er biður, og hvet-
ur til þolgæði í hænum. Og blessunarorð konunnar: Sæll
er sá kviður er þig bar o. s. frv. (11, 27 n) eru eðlileg fagn-
aðarlofgerð á eftir varnarræðu Jesú. Dæmisöguna um rílca
bóndann lætur svo Lúkas brúa bilið yfir að næsta kaflan-
um úr Rl5 um áhyggjur. Og enn lialdast R] og R2 óslitnar
að kalla 12, 22—59.2) í þessum kapítulum liefir Ri gætt miklu
meira en R2. En nú er Ri nálega á þrotum. Eftir þetta er
aðeins örfá vers að finna úr þeirri heimild.3) R2 má rekja
miklu lengra, en aldrei fara saman mörg vers úr henni, 7
i hæsta lagi.4) Lúkas getur ekki lengur liaft þessar heimildir
að uppistöðu í guðspjalli sínu, lieldur aðeins að ívafi.
Þannig skiptir nú um með 13. kap. Lúk. Sérefninu er rað-
að svo, að samhengi er í milli. Orðin um líflát Galíleumanna,
hrun turnsins i Sílóam og dæmisagan um ófrjósama fíkju-
tréð hvetja lil andvara og iðrunar. En niðurlag næstu sögu,
um lækning konu á hvíldardegi: „Alt fólkið gladdist vfir öll-
um þeim dásemdarverkum er liann gjörði,“ er eðlilegur að-
dragandi að líkingunni um mustarðskornið5) og súrdeigið (13,
20 n, Rx). Þá taka þegar við ræður Jesú úr R2, um þröngu dyrn-
ar og lokuðu dyrnar (13, 23—29). Og orðsendingin til Heró-
desar verður tengiliður milli þeirra og spádómsins: „Jerúsalem,
Jerúsalem“ í Ri (13, 34 n). Allur 14, 15. og 16. kap. eru að
heita má sérefni Lúkasar, nema vera kynni, að dæmisagan
1) Sbr. bls. 65; 205 n; 210.
2) Sbr. bls. 65; 207; 210.
3) Sbr. bls. 207.
4) Sbr. bls. 210.
5) Margir guðfræðingar líta svo á, að iíkingin um mustarðskornið hafi
elcki aðeins staðið i Mark., beldur einnig i R. Hniga að þvi sterk rök: 1. Hún
er i nánu sambandi við líkinguna um súrdeigið. 2. Þeim er l)áðum raðað
saman i Lúk. og Matt. 3. Orðalag þar er dálítið frábrugðið orðalagi Mark.
og minnir á seinni líkinguna.