Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Qupperneq 217
217
um liina miklu kvöldmáltíð (14, 15—24) væri úr FU.1) Inn-
gangur að henni er samræður undir borðum í húsi Farísea.
Síðan taka við dæmisögur liver af annari. í 17. kap. eru
nokkur vers úr R2, um endurkomu Jesú, og er sú heimild
þá einnig þrotin, að lieita má.
Það sem einkum skiptir máli við þessa athugun er það,
að Lúkas fellir heimildirnar Z?i og R > inn í frásögn og lætur
þær ráða frcisagnarstefnnnni að svo miklu legti sem auðið
er. Hann notar þær jafnan í sambandi við sérefni sitt, en ekki
við Markúsarheimildina. —
Enn má nefna í þessu samhandi sérefniskafla Lúkasar
19, 1—27, söguna um Zakkeus og dæmisöguna um pundin.
í honuin er sennilega ekkert livorki úr Rj né R2, því að liæpið
er að telja dæmisöguna úr þeim heimildum, eins og áður
hefir verið sagt.2)
Hvernig á nú að líta á þetta sérefni Lúk., sem er fléttað
saman við R, og R2?3) Liggur því til grundvallar ein heimild
eða fleiri? Heimildarrit eða munnleg erfikenning? Og gildir
hið sama um það og sérefnið bæði á undan og á eftir, bernsku-
frásögurnar og pislarsöguna?
Um bernskufrásögurnar hafa skoðanir fræðimanna verið
mjög skiptar, en rökin fyrir því, að þær séu heimild út af
fyrir sig, munu reynast þyngri á metunum. Á það bendir
upphafið á 3. kap., sem stendur í mjög lausu sambandi við
þær, og afmarkar tímann, er Jóhannes skírari liefur starf
sitt, með sexföldum samanburði, en bernskufrásögurnar til-
taka ekki tímann, er hann fæðist, nákvæmar en svo: „A
dögum Heródesar, konungs í Júdeu, var uppi prestur nokk-
ur að nafni Sakaría“ o. s. frv. Ennfremur virðast bernsku-
sögurnar vera órofa heild út af fyrir sig og annar blær yfir
þeim en guðspjallinu síðar, ekki aðeins að efni lieldur cinnig
búningi.4)
1) Sbr. bls. 15.
2) Sbr. bls. 14 og 72—73.
3) Hér er ekki þörf á því að fara út i kenningu Weizsackers (í Unter-
sucliungen úber die evangelisclie Gescbichte, bls. 205 nn) og annara vísinda-
manna, sein halda þvi fram, að sérefnið muni hafa verið fléttað saman við
ræðuheiin. þegar áður en Lúkas reit guðspjall sitt. Það væri hugsanlegt,
ef Matt. væri fyrr ritað, og hefði þá samruninn átt sér stað skönnnu síðar.
En svo framarlega sem Matt. er síðar ritað, eins og rök munu færð að, þá
er frágangssök að ætla það. Iiða livernig ætti böf. Matt. þá t. d. að liafa getað
sleppt sumum allra fegurstu og tilkomumestu dæmisögum Jesú, eins og t. d.
sögunum um miskunnsama Samverjann og týnda soninn?
4) Verður því um þær sérstakur kafli, sbr. bls. 234—237.
28