Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Page 221
haft það fyrir sér í skriflegri heimild; á það einkum við um
ættartölu Jesú (3, 23—28). Annars er það ekki á færi fræði-
manna að greina með vissu eða nákvæmni hér í milli. Veld-
ur því einkum það, að Lúkas tekur ekki upp heimildir sín-
ar óbreyttar, heldur vikur þeim oft þannig við, að þær renni
sem hezt saman við annað efni hans og guðspjall hans verði
óskoruð lieild að formi og stíl. En slík sundurgreining skijitir
í raun og' veru ekki miklu máli, þar sem munnleg og skrif-
leg erfikenning er enn hliðstæð.
Margir kaflar eru einnig með svo skýrum rithöfundar-
einkennum Lúkasar, að óefað má telja, að hann hafi samið
þá sjálfur. Þannig munu t. d. unnnæli V. H. Stantons á full-
um rökum byggð:1) „í sögunni um hersyndugu konuna í
húsi Símonar Farísea (7, 36—50), málsgreininni um konurn-
ar, se.m þjónuðu Jesú (8, 1—3), og dæmisögunni um misk-
unnsama Samverjann (10, 29—37) eru orðaforði og setninga-
skipun Lúkasar svo skýr og greinileg, að lesandinn finnur,
að guðspjallamaðurinn hlýtur að segja sögurnar með eigin
orðum. Sama er að segja um kaflann um tiu líkþráa (17,
11—19), þótt þetta komi ekki jafn áþreifanlega í ljós þar“.
Sá blæmunur, sem er á dæmisögunum í Lúk. einu og öðrum
dæmisögum, mun ef til vill að nokkru orsakast af því, að
Lúkas setur þær fram með því orðalagi, sem honum er tam-
ast. Þá eru vafalaust samdar af Lúkasi ýmsar setningar,
sem tengja saman ferðasögukaflann 9, 51—18, 14, eins og
t. d. 9,51, 57; 10, 38; 13, 22; 14, 25; 17, 11. En frekar skal ekki
út í það farið, að greina það frá, sem Lúkas hefir sjálfur
samið. Það yrði livort sem er ekki annað en ágizkanir og
varðar litlu, að þær séu bornar fram.2)
En meðferð Lúkasar á þessu sérefni lians sýnir ekki síður
en seinasti „Vér-kafli“ hans í Post., hvílíkur rithöfundur hann
var. Þannig skrifaði liinn mikli sagnaritari af Guðs náð.
Markúsarheimildin í Lúkasarg'uðspjalli,
Eftir því, sem nú liefir sagt verið, mun Lúkas þegar hafa
safnað saman miklu guðspjallsefni, er þeir Markús fundust
1) The Gospels as Historical'Doeuments II., bls. 220.
2) Þeim, sem kynnu að vilja athuga þetta nánar, niá visa til V. H. Stanton:
The Gospels as Historical Documents II., bls. 227—240. H. .1. Cadbury: The
Making' of Luce — Acts, bls. 64—75.