Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Síða 223
223
hin sömu, Markús nefnir Taddeus, en Lúkas í hans stað
Júdas Jakobsson. Röðin á nöfnunum er ekki heldur hin
sama og talsvert ólíkt sagt frá lækningu margra. Má því
hiklaust álykta, að Lúkas hafi ekki stuðzt þar við Mark.
einvörðungu.
3. Margar frásögur eru í þessum kafla og allar í sönni röð
í Mark. og Lúk., nema sagan um sönn skyldmenni Jesú,
Lúk. 8, 19—21, en hún er fyrst í Mark. Orðalag á henni er
þó jafnlíkt og á hinum frásögunum (um 55%) og engin ástæða
til að efa, að Lúkas taki hana beint úr Mark. Honum liefir
aðeins þótt hún falla betur við efnið þar, sem liann setur
liana, því að í Mark. er hún tengd með einkennilegum hætti
við varnarræðu Jesú. Að sumu, t. d. orðskviðunum í Lúk.
8, 16—18 og ræðu Jesú, er hann sendir postulana, Lúk. 9,
1—6, má finna hliðstæður í Rj, og að ummælum Heródesar
um Jesú, Lúk. 9, 7 nn, eða afstöðu til Jesú, hefir Lúkas vísast
einnig liaft aðra heimild (shr. Lúk. 8, 3; 24, 10). Sögurnar
síðast í kaflanum, um játningu Péturs, ummyndun Jesú og
lækningu flogaveiks pilts, eru að því leyti frábruðnar, að
í Lúk. er Sesarea Filippí ekki nefnd né neitt það, er bendi
til þess, að Jesús hafi ummyndazt á Hermonfjalli eða læknað
flogaveika piltinn við rætur þess, heldur er samhengið
þannig, að þessir atburðir virðast gerast í Galíleu. En þetta
stendur í sambandi við það, að Mark. 6, 45—8, 26 vantar í
Lúk.
4. Sameiginlegur orðaforði þessa kafla hefir þegar verið
nefndur. Hann er að meðaltali 68%. Og sögurnar eru í sömu
röð. Frásagnamunur er livergi sá, að ástæða sé til að ætla,
að Lúkas styðjist við aðra heimild. Hann vill eins og Markús
láta ferðasöguþráðinn haldast.
5. Enn lielzt röð nálega hin sama1) og sameiginlegur
orðaforði víðast livar engu minni en áður. En þó bregður
mjög út af því á stöku stað. Fyrst og fremst í niðurlagi frá-
sögunnar um innreið Jesú í Jerúsalem, Mark. 11, 9n^ Lúk.
19, 38—40, þar liefir Lúkas aðeins dálítið hrot af orðaforða
Markúsar, og efnismunur er nokkur:
Mark. 11, 9 n. Lúk. 19, 38.
Hósanna!
blessaður sé sá, Blessaður sé konungurinn,
sem kemur í nafni drottins. sem kemur í nafni drottins.
1) Ncma kaflinn um æðstu boðorðin, Mark. 12, 28—34, cr að nokkru í
Lúk. 10, 25—28.