Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Page 225
225
stað aðalheimild Lúkasar. Hann er ekki liáður henni í frá-
sögn sinni, heldur hefir hana til liliðsjónar og gerir ef til
vill frásögn sína fyllri með henni.
Bæn Jesú og sálarangist í Getsemanegarði er lýst talsvert
á annan veg í Lúk. (22, 39—46) en Mark. (14, 26, 32—38) og
hefir Lúk. aðeins 26% af orðaforða Mark. Getsemaneheilið
hefir hann ekki, en minnist aðeins á „staðinn“, eins og gert
er í Jóh. 18, 2. Hann getur þess ekki, að Jesús valdi með sér
þrjá af lærisveinum sínum og að hann „tók að skjálfa og
láta hugfallast“, né tilfærir orðin: „Sál mín er sárhrygg allt
til dauða“. Niðurlagið á frásögn Mark. vantar allt í Lúk.,
meðal annars það, að Jesú hafi þrisvar heðið föður sinn sömu
hænar. Aftur á móti er sagt frá því, að engill liafi hirzt af
himnum og styrkt Jesú. Allt þetta sýnir, hve lítt Lúkas er
háður Mark.
Sameiginlegur orðafjöldi Lúk. og Mark. er aftur á móti
miklu meiri, eða 56%, í frásögunni um handtöku Jesú (Lúk.
22, 47—54. Mark. 14, 43—53). Þar fvlgir Lúkas Mark., en
bætir við nokkrum orðum Jesú.
Enn ljósara er, hve Lúkas þræðir frásögn Mark. um af-
neitun Péturs (Lúk. 22, 56—62. Mark. 14, 66—72).
Næsta frásaga Lúkasar (22, 63—65), um misþyrmingu Jesú,
víkur mjög frá Markúsarheimildinni (14, 65). Aðeins örfá
orð eru liin sömu i háðum, og svo er sá mikli niunur á, að
Markús telur atburðina gerast á samkomu öldungaráðsins og
ráðherrana sjálfa misþyrma Jesú,1) — sem er lítt lnigsan-
legt — en Lúkas segir, að þeir, sem héldu Jesú, hafi svívirt
hann um nóttina áðnr en ráðssamkoman var haldin. Ilér
leiðréttir Lúkas beinlínis frásögn Markúsar.
Svipað má segja um frásögnina af Jesú f>æir ráðinu (Lúk.
22, 66—71. Mark. 14, 61—64). Réttarrannsóknin út af því,
hvort Jesús sé guðs-sonurinn, er ljósust og eðlilegust lijá
Lúkasi. Einnig mun það réttara, eins og hann segir, að ráð-
stefnan liafi verið lialdin fvrst á föstudagsmorguninn, en ekki
um nóttina á nndan. Enda getur Markús síðar (15, 1) um
ráðstefnu um morguninn. Að vísu hafa sumir fræðimenn
talið frásögn Markúsar um tvær ráðstefnur rétta, þar sem
ekki mátti fella dauðadóm nema lialdnar væru tvær sam-
komur í öldungaráðinu. En við það er tvennt að athuga: í
1) Sbr. niðurlagið á frásögn hans: „Sömuleiðis tóku þjónarnir á móti
honum með stafshöggum“.
29