Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Page 227
227
g. Ummæli hundraðshöfðingjans eru tilfærð þannig: „Sann-
arlega hefir þessi maður verið réttlátur". En í Mark.
stendur „guðs-sonur“ í staðinn fvrir „réttlátur“.
Þessi samanhurður sýnir glögglega, hve sjálfstæð frásögn
Lúkasar er.
Frásagan um greftun Jesú er svo lík i Lúk. og Mark. að
•efni og orðaforða (44,6%), að ekki þarf að efa, að Lúkas taki
hana eftir Mark. Það er aðeins niðurlag hennar, sem er mjög
ólíkt. Þar fer hvor auðsjáanlega sína leið.
Þetta niðurlag er í nánu sambandi við frásögnina um
komu kvennanna út að gröf Jesú að morgni upprisudagsins.
Lúkas hefir þar aðeins 22,7% af orðaforðanum í Marlc. 16,
1—8. Sögurnar eru samhljóða um það, hvenær konurnar
koma að gröfinni, hvað fyrir þeim vakir, og að steininum
hefir þegar verið velt frá. í Lúk. vantar spurningu kvenn-
anna: „Hver mun velta fyrir oss steininum frá grafardvr-
unum?“, en í Mark. orð Lúkasar, að „þær fundu ekki likama
drottins Jesú“. Samkvæmt Mark. sáu þær „ungan mann
sitjandi hægra megin hjúpaðan livítri skikkju“, en skv. Lúk.
„stóðu alt í einu tveir menn hjá þeim í skínandi klæðum“.
Mestur er þó munurinn á orðunum, sem töluð voru til
kvennanna:
Mark. 16, 6 n.
Skelfist eigi;
þér leitið að
Jesú frá Nazaret, hinum kross-
festa; hann er upprisinn, hann
er ekki hér. . .. En gangið burt,
segið lærisveinum
hans og Pétri: Hann fer á und-
an yður til Galileu; þar munuð
þér sjá hann, eins og hann
sagði yður.
Lúk. 24, 5—7.
Hví leitið þér hins lifanda
meðal hinna dauðu? (Hann er
ekki hér; hann er upprisinn).1)
Minnist þess, hvernig hann
talaði við yður, aneðan hann
enn var í Galíleu,
og sagði,
að manns-sonurinn ætti að
verða framseldur í hendur synd-
ugra manna og verða krossfest-
ur og upprísa á þriðja degi.
Ennfremur er mikill munur á niðurlagi frásagnanna, þar
sem í Mark. stendur, að konurnar hafi engum sagt frá neinu,
en í Lúk., að þær hafi kunngert allt þetta þeim ellefu og
1) Pessi orð vantar i Vesturlandatextann og mörg góð handrit.