Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Page 228
228
öllum hinum. Það verður að teljast lítt hugsanlegt, að Lúkas
hafi breytt frásögn Markúsar í þetta horf til þess að koma
henni í samhljóðan við upprisufrásögurnar, sem hundnar
eru við Jerúsalem. Hann hefir miklu fremur stuðzt við
sjálfstæða frásögn óháða henni.
Auk þcssa mismunar á pislarsöguköflum Mark. og Lúk.,
sem nú hefir verið hent á, þá eru alllangir kaflar í Lúk. um
písl Jesú og upprisu, sem eru algert sérefni hans. Af þessu
má draga þá ályktun, að píslarsaga Mark. sé ekki uppistaðan
í píslarsögu Lúkasar, heldur ívaf hennar. Lúkas liefir í raun
og veru sjálfslæða píslarsögu.
Ef Markúsarhcimildin er greind frá þeirri sögu, þá helzt
sagan áfram eins og óskoruð heild. Viðburðirnir taka eðli-
lega við hver af öðrum og Kristsmyndin er alstaðar hin sama
og frásagnarblærinn eins.
Ýmsir fræðimenn, eins og sir .Tolm Hawkins,1) liafa lialdið
því fram, að þessi samfellda pislarsaga í Lúk. sé í þvi formi,
sem Lúkas sagði hana í prédikun sinni á ferðum sínurn, t.
d. með Páli postula. En móti því mælir það, að píslarsagan
hefir vfir sér hreinan frásagnar blæ en ekki kenningar. Hún
virðist ekki heldur liafa mótazt af kenningu Páls, og eina
frásagan úr lífi .Tesú, sem Páll tilfærir, innsetning kvöldmál-
tíðarinnar, er talsvert á annan veg en frásögn Lúkasar (1.
Kor. 11, 23—25 shr. Lúk. 22, 14 nn). En þótt þessi skoðun
fái trauðla staðizt, þá er sennilegast, að Lúkas hafi sjálfur sett
söguna saman úr skriflegum og munnlegum heimildum fyrir
sitt leyti eins og annað sérefni sitt allt frá 3. kap.2)
Þetta verður að vísu ekki sannað. En þegar velja á í milli
þess, hvort Lúkas liafi lieldur haft slíka píslarsögu í megin-
dráttum fyrir sér í skrifaðri heimild, eða ritað sjálfur þessa
„samfeldu sögu“, er hann „hafði rannsakað alt kostgæfi-
lega“, þá mun flestum reynast valið létt og þeir hallast að
hinu síðara. Það er bersýnilega i meira samræmi við guð-
spjallsformála Lúkasar. Enda lcoma rithöfundareinkenni
lians engu óskýrar fram i pislarsögunni en í öðru sérefni
hans frá upphafi 3. kap.
Um engar heimildir lians að píslarsögunni aðrar en Mark-
úsarheimildina er unnt að fullyrða neitt. En samkvæmt þeirri
skoðun, sem haldið hefir verið fram áður,3) þá hefir Lúkas
1) Sbr. öxford Studies in the Synoptic Problem.
2) Sbr. bls. 218—21í).
3) Sbr. bls. 115.