Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Side 229
við kristnitölui sína kynnzt pislarsögunni, og það ekki að-
eins i munnlegri framsetningu, heldur einnig skriflegri. Hún
liefir greypzt þannig í sál hans, að ekkert hefir getað máð
út upphaflega mótið. Píslarsagan eins og Lúkas kynntist
henni fvrst mun því vera þungamiðjan í frásögn hans. Náið
samband lians við kristna menn í Antíokkíu kann að benda
til þess, að erfikenningin þar, skrifleg og munnleg, sé hans
fyrstu kristinfræði í þessum efnum og öðrum. Síðan liefir
hann rannsakað kostgæfilega sögulegan áreiðanleik þeirra
og varðveitt gullið, sem stóðst í deiglu reynslunnar. Þekking
hans vex sífellt, er liann kynnist fleiri og fleiri kristnum
söfnuðum og þeim mönnum, „er frá öndverðu voru sjónar-
vottar og síðan gjörðust þjónar orðsins“. Sérstaklega niunu
þau hafa orðið lionum drjúg, árin 58—(>0, er Páll var fangi í
Sesareu, og Lúkas heið þess að verða samferðamaður hans
til Róm. Ýmsir kaflar píslarsögunnar eiga vísast til þeirrar
dvalar hans rót sína að rekja. Þá var aðstaðan góð til að
kynna sér réttarrannsóknina á máli Jesú bæði í öldunga-
ráðinu og frammi fyrir landstjóranum. Og frásögur, eins og
t. d. um Jesú frammi fyrir Heródesi, Jerúsalemdætur, Jesú
á krossinum, greftrun hans og tóma gröf hans að morgni
upprisudagsins, benda lil heimildarmanna — kvennanna, sem
getur í Lúk. 8, 2 n, að hafi fylgt Jesú: Jóhönnu konu Ivúsa,
ráðsmanns Heródesar, Maríu Magdalenu, Súsönnu og fleiri.
Því liefir nú verið lýst, hvernig Lúkas hefir farið með
það efni, sem hann liefir tekið upp úr Markúsarlieimild
sinni. Markúsarguðspjall hefir ekki aðeins verið lionum
meginheimild, lieldur hefir það vafalaust einnig — og erfi-
kenning Rómasafnaðarins — verið prófsteinn sögulega á
annað efni Lúkasar. En ekki verður þó skilizt við þetta mál
án þess að leilast við að gera sér þess nokkra grein, hvers
vegna Lúkas notar ekki ennþá meir jafnágæta heimild,
heldur sleppir úr henni lengri og skemri köflum.
Þeir eru helztir þessir:
1. Sæðið, sem vex af sjálfu sér. Mark. 4, 26—29.
2. Dauði Jóhannesar skírara. Mark. 6, 17—29.
3. Gangan á vatninu. Lent við Genesaret. Deila um hreint
og óhreint. Jesús og kanverska konan. Jesús læknar.
Jesús mettar fjögur þúsund manns. Yarað við súrdeigi
Faríseanna og Saddúkeanna. Lækning hlinda manns-
ins i Relsaída. Mark. 6, 45—8, 26.