Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Qupperneq 230
230
4. Samtal út af ummynduninni á fjallinu. Mark. 9, 9—13.
5. Um hjúskap og hjónaskilnað. Mark. 10, 1—12.
6. Metnaður Sebedeussona. Mark. 10, 35—40.
7. Fíkjulréð visnar. Mark. 11, 12—14, 20—25.
8. Smurningin í Betaníu. Mark. 14, 3—9.
9. Píslarsögukaflar samkvæmt framansögðu.
Um fullyrðingar verður liér auðvitað ekki að ræða, að-
eins tilraunir til þess að koma með sennilegar skýringar.
Nr. 1 stendur við lilið dæmisögunnar um mustarðskornið
í Mark. og flytur að miklu leyti sama guðsrikis boðskapinn
og hún. Því er eðlilegt, að hæði Lúkas og höf. Matt. sleppi
henni.
Nr. 2 er orðmörg frásögn og snertir lítt boðun fagnaðar-
erindisins, enda hefir Matteus mjög dregið hana saman.
Henni er ekki heldur skipað á eðlilegan stað i Mark. og í
henni eru sögulegar skekkjur. Lúkas hefir þegar snemma í
guðspjallinu drepið á örlög Jóhannesar (3, 18—20), og er af
öllu þessu mjög auðskilið, að hann skuli ekki taka sög-
una upp.
Erfiðasta úrlausnarefnið er það, hversvegna Lúkas skuli
sleppa öllum liinum langa kafla Mark. 6, 45—8, 26, og liefir
áður verið minnzt á það.1) Það er livorki sennilegt, að kafl-
ann hafi vantað í „Frum-Markúsarguðspjall“, eða það eintak
af Mark., sem Lúkas hafði fyrir sér, né að Lúkas hafi sleppt
honum úr af misgáningi.2) Miklu fremur mun Lúkas liafa
fellt hann úr með ráðnum hug.3) Að sönnu voru þar kaflar,
sem áttu hrýnt erindi til kristnaðra heiðingja og heiðingja, er
boða skyldi kristna trú með guðspjallinu (t. d. deilan um
hreint og óhreint og Jesús og kanverska konan), en Lúkas
mun þó liafa metið meir að ljúka sem fyrst kaflanum um
starf Jesú í Galíleu, hj’rja á ferðasögu hans til Jerúsalem
(9, 51) og koma í því sambandi að mjög miklu nýju efni.
Enda mátti hókin ekki verða stærri en svo, að hún yrði vel
meðfærileg. Úr því nú að Lúkas þurfti að fella mikið lir
lieimildinni, þá var vel skiljanlegt, að þessi kafli yrði f>TÍr
valinu. Frásagnaraðirnar Mark. 6, 34—7, 37 og 8, 1—26 eru
hliðstæðar4) og skyldar efni, sem Lúkas tilfærir: Til beggja
mettunarfrásagnanna, Mark. 6, 34 nn og 8, 1 nn, svara Lúk. 9,
1) Sbr. 1)1 s. 52—53 og 79.
2) Sbr. t. d. J. M. Thompson: Mirncle in the N. T., bls. 81—83.
3) Sbr. .1. Moffatt: Introduction to N. T., bls. 628.
4) Sbr. bls. 52—53; 171—172; 179.