Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Síða 232
232
til þeirrar skýringar, sem V. Taylor ber fram, að Frum-Lúk-
asarguðspjall sé þegar samið, er Lúkas kynnist Mark., og þess-
vegna sjái liann sér ekki fært að taka meira úr því.1) Jafn-
framt kemur til greina í þessu sambandi viðleitni sagnarit-
arans að skipa atburðunum og orðum Jesú í sem réttasta
tímaröð, þótt ekki verði nánar sýnt, hversu víðtæk áhrifin
af því hafi orðið á alla meðferð hans á Markúsarheimildinni.
Veilur í kenning'unni uni Frum-Lúkasarg'uðspjall.
Ivenningunni um Frum-Lúkasarguðspjall er um megn að
hregða nýju skilningsljósi yfir það, hversvegna Markúsar-
heimiidin er ekki notuð enn meir við sanmingu Lúkasar-
guðspjalls, lieidur má skýra þetta með öðrum hætti, án þess
að grípa til þeirrar kenningar. Fyrir því lilýtur eðlilega að
vakna hugsun um veilur i þessari kenningu.
Hún á raunar fullan rétt á sér að vissu marki. Heilir
kaflar Lúk. eru ofnir saman úr R og L, þannig að Mark.
gætir ekki. Og Lúkas tekur þær heimildir bersýnilega fram
>d:ir það allvíða. Þær eru elztu heimildir hans, fyrstu inn-
viðirnir i byggingu guðspjalls hans. Þær myndu sameigin-
lega vera guðspjallsrit, þótt Mark. yrði greint frá. En liitt er
annað ntál, livort Lúkas hefir nokkurn tíma gengið frá þeim
sem sérstöku guðspjalii. Það liefði verið hið sarna sem að
liætta að hálfnuðu verki. Eða er það sennilegt, að Lúkas
hugsi sér að safna ekki lengur drögum til guðspjalls sins
en árin 58—60, meðan Páll dvelur í Sesareu? Hefir Lúkas
ekki miklu fremur treyst orðum Páls, að fyrir keisarann
ntyndi liann koma, og liorft frant á ný tækifæri, sem myndu
hjóðast í Róm til þess að afia nýrra lieimilda að guðspjalli
sínu og jafnframt til þess að prófa eldri heimildir sinar?
En setjum svo, að hann liefði samið Frum-Lúkasarguðspjal]
í Róm. Hefði þá ekki ált að koma fram í því erfikenniug
Rómasafnaðar, sent birtist i Mark.? Þess verður þó hvergi
vart, svo að sýnt verði né sannað.
Ennfremur er á það að líta, að vers og kaflar úr Mark.
eru dreifðari en svo í Lúk., að líklegt sé, að Lúkas hafi verið
búinn að semja heilt guðspjallsrit úr Rí; R;. og L áður en
liann tók Mark. upp. Hefði Frum-Lúkasarguðspjall verið
1) Sbr. Behind the Third Gospel, hls. 135—143 og 188—193.